Þeir tapa sem segja satt Þorsteinn Pálsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Eftirspurn kjósenda beinist í ríkari mæli að myndum í björtum litum en dökkum. Af sjálfu leiðir að á markaðstorgi stjórnmálanna er jafnan meira framboð af slíkum myndum. Oft vill bregða við að kjósendur verða súrir eftir á, þegar í ljós kemur að myndirnar hafa ekki verið málaðar af raunsæi. Hvorir höfðu þá rangt við á markaðstorginu, kjósendurnir eða stjórnmálamennirnir? Svarið er einfalt: Stjórnmálamennirnir eru kjörnir til að fara með forystu í málum landsins. Ábyrgðin er þeirra. Vilji kjósendur aftur á móti halda þeirri ábyrgð að stjórnmálamönnum verða þeir að horfast í augu við sannleikann hvort sem hann er dreginn upp í dökkum litum eða björtum. Ella eru þeir sem segja satt dæmdir til að tapa, þegar á móti blæs. Á endanum tapa svo kjósendur á því. Margt bendir til að samband stjórnmálamanna og kjósenda sé því marki brennt nú um stundir. Ríkisstjórnin dregur upp mjög fallega og litríka mynd af þeim árangri sem hún hefur náð. Hún segir Ísland komið á beina braut endurreisnar og vera nú fyrirmynd annarra þjóða. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að sönnu einstakar efnahagsákvarðanir. Eigi að síður er þverstæðan sú að hún hjálpar til við að draga upp falsmyndina með því sýna Ísland sem fyrirmynd annarra rétt eins og ríkisstjórnin. Það er gert til að styrkja þá staðhæfingu að landið standi mun betur að vígi en önnur Evrópuríki fyrir þá sök að eiga sinn eigin verðlausa gjaldmiðil.Næsta kjörtímabil verður miklu erfiðara Kjarni málsins er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan þora að segja það sem satt er og rétt að þjóðin lifir enn um efni fram. Verðmætasköpun þjóðarbúsins stendur ekki undir skuldbindingum þess. Að einhverju leyti þurfum við að velta skuldavandanum á undan okkur. Hitt er allsendis óvíst hvort það reynist unnt í þeim mæli sem þörf er á. Veruleikinn er sá að Ísland er í hópi þeirra ríkja á innri markaði Evrópusambandsins sem verst standa. Ísland er til að mynda skuldugra en Grikkland. Ísland hefur eitt ríkja á innri markaðnum neyðst til að setja gjaldeyrishöft sem enginn kann lausn á. Þrátt fyrir hrun krónunnar hefur ekki tekist að auka útflutning að marki. Það hefur sumum evruríkjum þó tekist eins og Írum. Þá á Ísland eins og önnur helstu kreppuríkin við kerfisleg vandamál að stríða. Fyrstu ákvarðanirnar á grundvelli efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skiluðu myndarlegum afgangi af vöruskiptum við útlönd. Sá árangur byggðist á neyslusamdrætti en ekki útflutningsvexti. Þessi afgangur fer nú hratt minnkandi. Það sýnir að efnahagsstjórnin hefur farið úr böndunum eftir að sjóðurinn fór. Næsta kjörtímabil verður á marga lund miklu erfiðara en þetta. Upphafleg áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um greiðslujöfnuð við útlönd er afar langt frá því að standast. Hvort tveggja er að skuldirnar eru meiri en ráð var fyrir gert og áform um aukna verðmætasköpun hafa að engu orðið vegna pólitískra aðstæðna. Skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er trúlega jafngildi árs þjóðarframleiðslu eða verulega umfram það sem talið hefur verið. Sú vá sem við blasir af þeim sökum kallar á mjög markvissar aðgerðir til að stýra þeim kviku fjármunum sem leita út úr hagkerfinu. Um leið þarf nýja samhæfða áætlun í efnahags- og ríkisfjármálum.Dauður tími er dýr Telja má útilokað að við vandann verði ráðið í hefðbundnum flokkadráttum. Almannaváin er því bæði pólitísk og efnahagsleg. Þannig sýnast pólitískar þrætur vaxa í sömu hlutföllum og skuldirnar. Það var ólán að ekki reyndist grundvöllur fyrir pólitískri einingu í hruninu. Þörfin á breiðri samvinnu er margfalt brýnni nú. Ólánið verður að sama skapi meira ef hún næst ekki. Að frátalinni áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur mest af orku þessa kjörtímabils farið í að gera upp pólitískar sakir við þá sem ábyrgð eru taldir bera á hruninu. Fari næsta kjörtímabil í það eitt að gera upp sakir við þá sem bera ábyrgð á mistökum þessa kjörtímabils fer ekki aðeins mikill tími til spillis aftur heldur glatast tækifærið til viðreisnar. Það fyrsta sem menn þurfa að koma sér saman um er að segja kjósendum satt um horfurnar. Ef þær staðreyndir opna ekki augu manna fyrir því að byggja þarf brú milli stærstu flokkanna beggja megin miðjunnar er þjóðin heillum horfin. Það er hins vegar ekki nóg. Því að þeir kólgubakkar sem eru á himni vinnumarkaðarins geta gert vonir manna um að ná tökum á viðfangsefninu að engu. Hver mánuður án ákvarðana er dýr. Tíminn fram að kosningum er dauður. Best væri því að flýta þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Eftirspurn kjósenda beinist í ríkari mæli að myndum í björtum litum en dökkum. Af sjálfu leiðir að á markaðstorgi stjórnmálanna er jafnan meira framboð af slíkum myndum. Oft vill bregða við að kjósendur verða súrir eftir á, þegar í ljós kemur að myndirnar hafa ekki verið málaðar af raunsæi. Hvorir höfðu þá rangt við á markaðstorginu, kjósendurnir eða stjórnmálamennirnir? Svarið er einfalt: Stjórnmálamennirnir eru kjörnir til að fara með forystu í málum landsins. Ábyrgðin er þeirra. Vilji kjósendur aftur á móti halda þeirri ábyrgð að stjórnmálamönnum verða þeir að horfast í augu við sannleikann hvort sem hann er dreginn upp í dökkum litum eða björtum. Ella eru þeir sem segja satt dæmdir til að tapa, þegar á móti blæs. Á endanum tapa svo kjósendur á því. Margt bendir til að samband stjórnmálamanna og kjósenda sé því marki brennt nú um stundir. Ríkisstjórnin dregur upp mjög fallega og litríka mynd af þeim árangri sem hún hefur náð. Hún segir Ísland komið á beina braut endurreisnar og vera nú fyrirmynd annarra þjóða. Stjórnarandstaðan gagnrýnir að sönnu einstakar efnahagsákvarðanir. Eigi að síður er þverstæðan sú að hún hjálpar til við að draga upp falsmyndina með því sýna Ísland sem fyrirmynd annarra rétt eins og ríkisstjórnin. Það er gert til að styrkja þá staðhæfingu að landið standi mun betur að vígi en önnur Evrópuríki fyrir þá sök að eiga sinn eigin verðlausa gjaldmiðil.Næsta kjörtímabil verður miklu erfiðara Kjarni málsins er sá að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan þora að segja það sem satt er og rétt að þjóðin lifir enn um efni fram. Verðmætasköpun þjóðarbúsins stendur ekki undir skuldbindingum þess. Að einhverju leyti þurfum við að velta skuldavandanum á undan okkur. Hitt er allsendis óvíst hvort það reynist unnt í þeim mæli sem þörf er á. Veruleikinn er sá að Ísland er í hópi þeirra ríkja á innri markaði Evrópusambandsins sem verst standa. Ísland er til að mynda skuldugra en Grikkland. Ísland hefur eitt ríkja á innri markaðnum neyðst til að setja gjaldeyrishöft sem enginn kann lausn á. Þrátt fyrir hrun krónunnar hefur ekki tekist að auka útflutning að marki. Það hefur sumum evruríkjum þó tekist eins og Írum. Þá á Ísland eins og önnur helstu kreppuríkin við kerfisleg vandamál að stríða. Fyrstu ákvarðanirnar á grundvelli efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skiluðu myndarlegum afgangi af vöruskiptum við útlönd. Sá árangur byggðist á neyslusamdrætti en ekki útflutningsvexti. Þessi afgangur fer nú hratt minnkandi. Það sýnir að efnahagsstjórnin hefur farið úr böndunum eftir að sjóðurinn fór. Næsta kjörtímabil verður á marga lund miklu erfiðara en þetta. Upphafleg áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um greiðslujöfnuð við útlönd er afar langt frá því að standast. Hvort tveggja er að skuldirnar eru meiri en ráð var fyrir gert og áform um aukna verðmætasköpun hafa að engu orðið vegna pólitískra aðstæðna. Skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum er trúlega jafngildi árs þjóðarframleiðslu eða verulega umfram það sem talið hefur verið. Sú vá sem við blasir af þeim sökum kallar á mjög markvissar aðgerðir til að stýra þeim kviku fjármunum sem leita út úr hagkerfinu. Um leið þarf nýja samhæfða áætlun í efnahags- og ríkisfjármálum.Dauður tími er dýr Telja má útilokað að við vandann verði ráðið í hefðbundnum flokkadráttum. Almannaváin er því bæði pólitísk og efnahagsleg. Þannig sýnast pólitískar þrætur vaxa í sömu hlutföllum og skuldirnar. Það var ólán að ekki reyndist grundvöllur fyrir pólitískri einingu í hruninu. Þörfin á breiðri samvinnu er margfalt brýnni nú. Ólánið verður að sama skapi meira ef hún næst ekki. Að frátalinni áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur mest af orku þessa kjörtímabils farið í að gera upp pólitískar sakir við þá sem ábyrgð eru taldir bera á hruninu. Fari næsta kjörtímabil í það eitt að gera upp sakir við þá sem bera ábyrgð á mistökum þessa kjörtímabils fer ekki aðeins mikill tími til spillis aftur heldur glatast tækifærið til viðreisnar. Það fyrsta sem menn þurfa að koma sér saman um er að segja kjósendum satt um horfurnar. Ef þær staðreyndir opna ekki augu manna fyrir því að byggja þarf brú milli stærstu flokkanna beggja megin miðjunnar er þjóðin heillum horfin. Það er hins vegar ekki nóg. Því að þeir kólgubakkar sem eru á himni vinnumarkaðarins geta gert vonir manna um að ná tökum á viðfangsefninu að engu. Hver mánuður án ákvarðana er dýr. Tíminn fram að kosningum er dauður. Best væri því að flýta þeim.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun