Eins og svart og hvítt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Fagnað í klefanum Kristinn og Guðjón (til hægri) eru lykilmenn Halmstad. Mynd/Aðsend Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum. „Þetta var ótrúlega sætt og það besta sem ég upplifað á mínum ferli," sagði Guðjón Baldvinsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Halmstad hafnaði í þriðja sæti b-deildarinnar og mætti því Sundsvall, sem hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, í tveimur leikjum. Eftir 3-0 sigur í heimaleiknum stóðu Guðjón og félagar vel að vígi fyrir síðari leikinn á laugardaginn. „Það fór svolítill hrollur um mann þegar þeir skoruðu fyrsta markið og voru fram að því búnir að vaða í færum. Þetta varð miklu þægilegra eftir að við jöfnuðum í 1-1 því þá þurftu þeir að skora fimm mörk," segir Guðjón sem skoraði eitt mark líkt og Kristinn Steindórsson. Jón Guðni Fjóluson var í liði Sundsvall líkt og Ari Freyr Skúlason sem skoraði eitt marka Sundsvall sem hafði 4-3 sigur. Guðjón skoraði 16 mörk í 30 leikjum og var á meðal markahæstu manna í deildinni. Hann komst meiðslalaus í gegnum langt tímabil og segist ekki geta verið sáttari við stöðu mála. Sérstaklega í ljósi verunnar hjá GAIS árið 2009 sem var enginn dans á rósum. „Árið hjá Halmstad og tíminn hjá GAIS eru eins og svart og hvítt," segir Guðjón sem aðeins kom við sögu í fimm leikjum með sænska liðinu. Ljóst var að þjálfari liðsins hefði enga trú á Garðbæingnum. „Ég vissi auðvitað alltaf að sá þjálfari hafði rangt fyrir sér. Ég beið spenntur eftir að sýna að hann hafði rangt fyrir sér. Ég var staðráðinn að gera það í sumar og það gekk. Á næsta ári verður GAIS í b-deildinni og ég í úrvalsdeildinni. Þetta gæti ekki verið betra," segir Guðjón og hlær. Guðjón segir Halmstad þurfa að auk breiddina í leikmannahópnum fyrir árið í úrvalsdeildinni. „Ég veit að það verður gert. Ef við spilum áfram sem lið höldum við áfram að bæta okkur. Þetta lítur vel út," segir Guðjón sem segist hafa grætt mikið á að spila í sænsku b-deildinni. „Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenska leikmenn að byrja í b-deildinni, skapa sér nafn og fá sjálfstraust. Eftir á er það ómetanlegt og á eftir að hjálpa okkur Kristni á næsta ári."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira