Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla thordur@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Fjölgun Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra en forstjóri félagsins segir viðsnúning hafa átt sér stað á fyrri hluta þessa árs. Viðskiptavinum hafi síðan fjölgað um fjögur þúsund á síðustu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra og eigið fé félagsins var neikvætt um 169 milljónir króna um síðustu áramót. Tal hefur því tapað um milljarði króna á árunum 2008 til 2012. Skuldir þess jukust úr 638 milljónum króna í 803 milljónir króna á árinu 2011. Þar af gengst móðurfélag IP-fjarskipta í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skammtímaláni upp á 50 milljónir króna. Eigendur IP-fjarskipta eru Auður fagfjárfestasjóður 1, sem á 95 prósent, og Kjartan Örn Ólafsson. Í ársreikningnum kemur fram að töluverð óvissa sé um rekstrarhæfi Tals á þessu ári sem gæti „hugsanlega haft þær afleiðingar að félagið geti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði." Deila um uppgjörAuk þess stendur yfir deila á milli Tals og Vodafone um uppgjör krafna sem leystar verða fyrir dómstólum. Verði niðurstaðan Tali í óhag mun 119 milljóna króna skuldbinding lenda á félaginu til viðbótar við það sem þegar er tilgreint í ársreikningi. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir stöðuna hafa batnað á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA) hafi verið 104 milljónir króna en heildarniðurstaða rekstursins fæst ekki uppgefin hjá honum. Tal hefur verið í mikilli auglýsingaherferð á undanförnum mánuðum þar sem viðskiptavinum er boðið tíu gígabæta gagnamagn fyrir 500 krónur. Að sögn Viktors hafa um fjögur þúsund nýir viðskiptavinir gengið til liðs við félagið eftir að það hóf að bjóða umrætt tilboð. Aðspurður um aðfinnslur endurskoðanda félagsins í ársreikningi, um óvissu um rekstrarhæfi félagsins, segir Viktor þetta vera hefðbundna athugasemd, enda sé félagið með neikvætt eigið fé þannig. Farnir til SímansTal, sem á ekki sitt eigið dreifikerfi og leigir því aðgang að kerfum annarra, tilkynnti í síðustu viku að félagið hefði fært öll heildsöluviðskipti yfir til Símans, en þau voru áður hjá Vodafone. Viktor segir að tilfærslan muni gera rekstur Tals öruggari. „Rekstrarumhverfi okkar hefur ekki verið nægilega öruggt í viðskiptum við Vodafone, sem hefur verið duglegt að senda okkur reikninga sem við teljum að ekki sé tilefni fyrir. Það er ágreiningsefni um það á milli félaganna. Með því að ná kúnnafjöldanum aftur þá getum við vel við unað." Í ársreikningi Tals er fjallað sérstaklega um þessar deilur og segir að „verði lyktir málanna hins vegar aðrar og óhagstæðari en þær sem stjórnendur og lögmaður félagsins telja líklegar […] er hugsanleg skuldbinding vegna þess um 119 millj. kr. án vaxta". Í skráningarlýsingu Vodafone, sem birt var á mánudag, kemur fram að um sé að ræða reikninga sem félagið gaf út á hendur Tali vegna kaupa Tals á gagnaflutningi umfram tiltekin mörk og vegna innsláttar pantana. Þar segir einnig að Vodafone og Tal hafi undirritað samkomulag þess efnis að Tal hætti alfarið í viðskiptavinum við Vodafone þann 13. desember 2012. Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Tal tapaði 93 milljónum króna í fyrra og eigið fé félagsins var neikvætt um 169 milljónir króna um síðustu áramót. Tal hefur því tapað um milljarði króna á árunum 2008 til 2012. Skuldir þess jukust úr 638 milljónum króna í 803 milljónir króna á árinu 2011. Þar af gengst móðurfélag IP-fjarskipta í sjálfsskuldarábyrgð fyrir skammtímaláni upp á 50 milljónir króna. Eigendur IP-fjarskipta eru Auður fagfjárfestasjóður 1, sem á 95 prósent, og Kjartan Örn Ólafsson. Í ársreikningnum kemur fram að töluverð óvissa sé um rekstrarhæfi Tals á þessu ári sem gæti „hugsanlega haft þær afleiðingar að félagið geti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði." Deila um uppgjörAuk þess stendur yfir deila á milli Tals og Vodafone um uppgjör krafna sem leystar verða fyrir dómstólum. Verði niðurstaðan Tali í óhag mun 119 milljóna króna skuldbinding lenda á félaginu til viðbótar við það sem þegar er tilgreint í ársreikningi. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir stöðuna hafa batnað á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta (EBITDA) hafi verið 104 milljónir króna en heildarniðurstaða rekstursins fæst ekki uppgefin hjá honum. Tal hefur verið í mikilli auglýsingaherferð á undanförnum mánuðum þar sem viðskiptavinum er boðið tíu gígabæta gagnamagn fyrir 500 krónur. Að sögn Viktors hafa um fjögur þúsund nýir viðskiptavinir gengið til liðs við félagið eftir að það hóf að bjóða umrætt tilboð. Aðspurður um aðfinnslur endurskoðanda félagsins í ársreikningi, um óvissu um rekstrarhæfi félagsins, segir Viktor þetta vera hefðbundna athugasemd, enda sé félagið með neikvætt eigið fé þannig. Farnir til SímansTal, sem á ekki sitt eigið dreifikerfi og leigir því aðgang að kerfum annarra, tilkynnti í síðustu viku að félagið hefði fært öll heildsöluviðskipti yfir til Símans, en þau voru áður hjá Vodafone. Viktor segir að tilfærslan muni gera rekstur Tals öruggari. „Rekstrarumhverfi okkar hefur ekki verið nægilega öruggt í viðskiptum við Vodafone, sem hefur verið duglegt að senda okkur reikninga sem við teljum að ekki sé tilefni fyrir. Það er ágreiningsefni um það á milli félaganna. Með því að ná kúnnafjöldanum aftur þá getum við vel við unað." Í ársreikningi Tals er fjallað sérstaklega um þessar deilur og segir að „verði lyktir málanna hins vegar aðrar og óhagstæðari en þær sem stjórnendur og lögmaður félagsins telja líklegar […] er hugsanleg skuldbinding vegna þess um 119 millj. kr. án vaxta". Í skráningarlýsingu Vodafone, sem birt var á mánudag, kemur fram að um sé að ræða reikninga sem félagið gaf út á hendur Tali vegna kaupa Tals á gagnaflutningi umfram tiltekin mörk og vegna innsláttar pantana. Þar segir einnig að Vodafone og Tal hafi undirritað samkomulag þess efnis að Tal hætti alfarið í viðskiptavinum við Vodafone þann 13. desember 2012.
Fréttir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent