Það eina sem menn eru sammála um? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu má velta fyrir sér hvernig öðrum spurningum hefði verið svarað. Ef þjóðin hefði t.d. verið spurð, „Vilt þú nota meira af innfluttri, óendurnýjanlegri, gjaldeyriseyðandi, orkuöryggistruflandi, loftslagsbreytandi og mengandi olíu?" þá má ætla að fáir myndu svara játandi. Spurningin er líklega örlítið leiðandi en samt sem áður mætti álykta að þjóðin væri býsna sammála um að olíubrennsla í óhófi væri ekki það allra skynsamlegasta. Innflutningur á jarðefnaeldsneyti er áhyggjuefni flestra ríkja enda hagkerfin afar háð brennslu á olíu. Þó að Íslendingar séu óháðir innflutningi á orku til upphitunar og raforkuframleiðslu eru allar okkar samgöngur keyrðar áfram á mengandi jarðefnaeldsneyti með tilheyrandi gjaldeyriskostnaði. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að draga úr innflutningi á jarðefnaeldsneyti ef hægt er með hagkvæmum hætti. Lengi vel gerðu landsmenn hins vegar lítið sem ekkert til að sporna við olíunotkun og um tíma lögðu margir mikla áherslu að ganga sem hraðast á þessa takmörkuðu auðlind með kaupum á eyðslufrekum bifreiðum. Líkja má olíulindum heims við risastóran bankareikning sem hefur aðeins tvo galla. A) Það er og verður aldrei lagt inn á hann. B) Bankareikningurinn hefur 0% vexti. Þetta þýðir að í hvert skipti sem við ræsum bensín- eða dísilbifreið takmörkum við möguleika komandi kynslóða á að gera slíkt hið sama. Þetta er stóri vandinn við endanlegar auðlindir. Bætt nýtni Vera má að þjóðin standi nú á tímamótum hvað eldsneytisnotkun varðar. Merki um minni innflutning má sjá í Orkuspá Orkustofnunar en þar sést að innflutningur á bensíni og gasolíu í samgöngum hefur minnkað ár frá ári síðan 2007 og er nú tæplega 37 þúsund tonnum minni en þá. Vissulega spilar efnahagslægðin mikið hlutverk en mögulega þarf innflutningur eldsneytis ekki að aukast þegar hagkerfið rís að nýju. Í lok síðasta árs voru samþykktar á Alþingi breytingar á gjaldaumhverfi bifreiða sem hygla mjög eldsneytisnýtnum bifreiðum og munu án efa auka mjög hlutfall slíkra bifreiða í fólksbílaflota landsmanna. Í raun voru þetta sjaldséðar skattalækkanir fyrir skynsama neytendur því álögur á eldsneytisnýtnar bifreiðar í flestum stærðarflokkum lækkuðu í kjölfar breytinganna. Hugmyndir um breytingu á gjaldaumhverfi bifreiða á ættir sínar að rekja til Orkustofnunar en þar var sú hugmynd mótuð að tengja gjöld við útblástur bifreiða en hann er í beinni fylgni við eldsneytiseyðslu. Mikilvægi þessara lagabreytinga er ekki síst fólgið í því að þannig er tryggt að hinar miklu og almennu framfarir bifreiðaframleiðenda í smíði nýtnari bifreiða mun skila sér betur í minni eyðslu íslenska fólksbílaflotans. Ætla má að eyðsla bifreiða geti batnað að jafnaði um 2-3 lítra á hverja hundrað kílómetra. Þetta þýðir að þegar núverandi bílafloti landsmanna hefur verið endurnýjaður eftir 10-15 ár þá muni hann nota 50-80 milljónum lítrum minna af eldsneyti til að keyra jafnmarga kílómetra og áður. Fylgjast má með áhrifum nýju laganna á vísitöluvakt Orkuseturs, sem birtir eyðslu- og útblástursgildi nýskráðra bifreiða í hverjum mánuði. Meðaleyðslugildi nýskráðra bifreiða í september var t.d. aðeins 5,6 l/100 km. Á samgönguvef Orkuseturs geta neytendur einnig borið saman eldsneytiskostnað bifreiða. Það er nefnilega ákveðin hætta á því að óupplýstur neytandi velji bíl sem er örlítið ódýrari í innkaupum en sitji svo uppi með mun hærri olíureikning þegar upp er staðið. Í reiknivélunum er t.d. kynnt stærðin kr/km. sem er mikilvægasta rekstrartala bifreiðar. Neytendur verða að átta sig á að hin raunverulega vara sem keypt er á eldsneytisdælustöð er ekki lítri heldur vegalengd. Tveir ólíkir bílar geta komið á bensínstöð og keypt jafnmikið af eldsneyti á sama lítraverði en þegar dæmið er skoðað frekar kemur í ljós að annar bíllinn fékk mun fleiri kílómetra í sinn hlut enda eldsneytisnýtnari bifreið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun