Uppskrift að piparkökuhúsi 1. desember 2012 12:00 Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir, tólf ára, segir lítið mál að baka piparkökuhús en hún fór að baka ein þegar hún var átta ára. MYND/VALLI Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir er tólf ára nemandi í Kelduskóla-Korpu. Hún er mikill bakari og sigraði í smákökusamkeppni Gestgjafans í fyrra með uppskrift að gómsætum karamellukökum. Rannveig Birta byrjaði að baka sjálf þegar hún var átta ára og er því þegar komin með nokkra reynslu í eldhúsinu. Hún gerði sér lítið fyrir og vann smákökukeppni Gestgjafans á síðasta ári með uppskrift að gómsætum karamellukökum og er óhrædd við að gera tilraunir í eldhúsinu. Hún viðurkennir reyndar að stundum verði útkoman ekki alltaf eins og hún ætlaði. "Ekki alltaf, en ég held að það hafi gerst hjá öllum," segir hún hlæjandi. "Ég ætla ekki að verða bakari í framtíðinni. Mig langar frekar til að verða dansari." Rannveig segir ekki erfitt að baka piparkökuhús og hefur búið til piparkökuhús með smá aðstoð frá mömmu sinni undanfarin ár. "Það er ekkert erfitt og bara frekar gaman. Við notuðum uppskrift sem við fundum á www.mommur.is í þetta hús. Piparkökur eru samt ekki uppáhaldskökurnar mínar á jólunum. Það eru sörur." Uppskriftina fann Rannveig á vefnum www.mommur.is. Piparkökudeig 200 g smjörlíki 200 g púðursykur 2 dl síróp 1/5 tsk. engifer 2 msk. kanill 1/2 tsk. negull 1 msk. matarsódi 1 stórt egg 1/2 tsk. lyftiduft 700-750 g hveiti Allt sett í pott nema egg og hveiti. Hrært stöðugt í þar til suðan kemur upp. Potturinn tekinn af hellunni og egg og hveiti sett út í. Deigið er hnoðað upp og flatt út meðan það er enn volgt. Þakplötur og veggir skornir út og bakað í 10-12 mínútur við 180°C hita.Glassúr til að festa húsið saman og skreyta2 stórar eggjahvítur2 2/3 bolli sigtaður flórsykurnokkrir dropar af sítrónusafagelmatarliturEggjahvítum og 1 1/3 bolla af flórsykrinum er hrært saman með gaffli.2. Restinni af flórsykrinum er þeytt saman við með handþeytara þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta flórsykri saman við til að gera blönduna þykkari.3. Nokkrum dropum af sítrónusafa er hrært saman við.4. Hægt að setja matarlit út í. Gott er að setja raka tusku yfir skálina með glassúrnum. Búið til kramarhús úr smjörpappír eða klippið lítið gat á hornið á plastpoka og notið til að sprauta glassúrnum úr. Byrjið á að festa veggina saman og endið á þakinu þegar þeir eru orðnir stöðugir. Skreytið. Jólamatur Krakkar Kökur og tertur Piparkökur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Gottakökur Jól Ekta gamaldags jól Jólin Sálmur 71 - Velkomin vertu, vetrarperlan fríð Jól Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Þetta er sannkallað jólaþorp Jól
Rannveig Birta Sigurgeirsdóttir er tólf ára nemandi í Kelduskóla-Korpu. Hún er mikill bakari og sigraði í smákökusamkeppni Gestgjafans í fyrra með uppskrift að gómsætum karamellukökum. Rannveig Birta byrjaði að baka sjálf þegar hún var átta ára og er því þegar komin með nokkra reynslu í eldhúsinu. Hún gerði sér lítið fyrir og vann smákökukeppni Gestgjafans á síðasta ári með uppskrift að gómsætum karamellukökum og er óhrædd við að gera tilraunir í eldhúsinu. Hún viðurkennir reyndar að stundum verði útkoman ekki alltaf eins og hún ætlaði. "Ekki alltaf, en ég held að það hafi gerst hjá öllum," segir hún hlæjandi. "Ég ætla ekki að verða bakari í framtíðinni. Mig langar frekar til að verða dansari." Rannveig segir ekki erfitt að baka piparkökuhús og hefur búið til piparkökuhús með smá aðstoð frá mömmu sinni undanfarin ár. "Það er ekkert erfitt og bara frekar gaman. Við notuðum uppskrift sem við fundum á www.mommur.is í þetta hús. Piparkökur eru samt ekki uppáhaldskökurnar mínar á jólunum. Það eru sörur." Uppskriftina fann Rannveig á vefnum www.mommur.is. Piparkökudeig 200 g smjörlíki 200 g púðursykur 2 dl síróp 1/5 tsk. engifer 2 msk. kanill 1/2 tsk. negull 1 msk. matarsódi 1 stórt egg 1/2 tsk. lyftiduft 700-750 g hveiti Allt sett í pott nema egg og hveiti. Hrært stöðugt í þar til suðan kemur upp. Potturinn tekinn af hellunni og egg og hveiti sett út í. Deigið er hnoðað upp og flatt út meðan það er enn volgt. Þakplötur og veggir skornir út og bakað í 10-12 mínútur við 180°C hita.Glassúr til að festa húsið saman og skreyta2 stórar eggjahvítur2 2/3 bolli sigtaður flórsykurnokkrir dropar af sítrónusafagelmatarliturEggjahvítum og 1 1/3 bolla af flórsykrinum er hrært saman með gaffli.2. Restinni af flórsykrinum er þeytt saman við með handþeytara þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta flórsykri saman við til að gera blönduna þykkari.3. Nokkrum dropum af sítrónusafa er hrært saman við.4. Hægt að setja matarlit út í. Gott er að setja raka tusku yfir skálina með glassúrnum. Búið til kramarhús úr smjörpappír eða klippið lítið gat á hornið á plastpoka og notið til að sprauta glassúrnum úr. Byrjið á að festa veggina saman og endið á þakinu þegar þeir eru orðnir stöðugir. Skreytið.
Jólamatur Krakkar Kökur og tertur Piparkökur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 8. desember Jól Brotið blað um jól Jólin Þarf ekki að vera neitt ótrúlega flókið Jól Gottakökur Jól Ekta gamaldags jól Jólin Sálmur 71 - Velkomin vertu, vetrarperlan fríð Jól Jóladagatal Vísis: Klukkan er sex Jólin Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Sönn jól eru góðar tilfinningar Jólin Þetta er sannkallað jólaþorp Jól