Syngja í fyrsta sinn á íslensku - hlustaðu á nýja UNICEF-lagið hér Freyr Bjarnason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Lagið Öll í kór með hljómsveitinni FM Belfast er hér frumflutt í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. "Við ætluðum að gera þetta fyrir þau fyrir tveimur árum en þá vorum við í útlöndum og gátum það ekki," segir söngkonan Lóa Hjálmtýsdóttir spurð út í tilurð lagsins. "Það er gaman að fá tækifæri til að gera góðverk og styrkja UNICEF því þau eru að vinna svo gott starf." Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan og neðar í fréttinni er hægt að hlusta á gömlu lögin sem samin hafa verið í tilefni af Degi rauða nefsins. Meðlimir FM Belfast, þau Lóa, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason, fengu hvorki fleiri né færri en fjórtán manns til að vera gestasöngvarar í laginu. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helgason, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi Jr. "Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir," segir Lóa. Allir sem koma að laginu gerðu það í sjálfboðavinnu og var það tekið upp af Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum.Diddú er ein þeirra sem hefur upp raust sína í hinu stjörnum prýdda lagi. Fréttablaðið/GVATextann gerði Örvar og í honum er sungið um það hvernig fólk er á endanum allt eins. "Komdu með, við erum eins, þú mátt ekki gleyma að á endanum erum við eins – þú og ég," segir meðal annars í textanum. Þetta er í fyrsta sinn sem FM Belfast syngur á íslensku. Myndband við Öll í kór verður frumsýnt í söfnunar- og skemmtiþætti á degi rauða nefsins, föstudaginn 7. desember, í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. "Við hjá UNICEF erum öllu þessu góða fólki ákaflega þakklát. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og málefnum bágstaddra barna. Síðan er auðvitað fallegt að textinn gengur út á að á endanum erum við öll eins," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Baggalútur átti fyrsta lagiðLagið í fyrra gerði Páll Óskar Hjálmtýsson (Megi það byrja með mér) en það sat í margar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Þar áður lagði Retro Stefson UNICEF lið með laginu Dagur rauða nefsins og árið þar áður Ljótu hálfvitarnir með Hættu þessu væli. Baggalútur á heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi sem heitir Brostu. Brostu með Baggalút. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2006. Hætt'essu væli með Ljótu hálfvitunum. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2009. Megi það byrja með mér með Páli Óskari. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2011. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið Öll í kór með hljómsveitinni FM Belfast er hér frumflutt í tilefni af degi rauða nefsins hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. "Við ætluðum að gera þetta fyrir þau fyrir tveimur árum en þá vorum við í útlöndum og gátum það ekki," segir söngkonan Lóa Hjálmtýsdóttir spurð út í tilurð lagsins. "Það er gaman að fá tækifæri til að gera góðverk og styrkja UNICEF því þau eru að vinna svo gott starf." Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir ofan og neðar í fréttinni er hægt að hlusta á gömlu lögin sem samin hafa verið í tilefni af Degi rauða nefsins. Meðlimir FM Belfast, þau Lóa, Árni Rúnar Hlöðversson, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason, fengu hvorki fleiri né færri en fjórtán manns til að vera gestasöngvarar í laginu. Meðal þeirra eru Ásgeir Trausti, Diddú, Helga Möller, Jóhann Helgason, Hugleikur Dagsson, Sigríður Thorlacius og Steindi Jr. "Okkur fannst hátíðlegra að fá ógeðslega mikið af fólki til að syngja með. Ég er mjög ánægð með hvað allir voru til í að aðstoða. Ég bjóst við að þetta yrði erfiðara en það voru allir voða jákvæðir," segir Lóa. Allir sem koma að laginu gerðu það í sjálfboðavinnu og var það tekið upp af Guðmundi Kristni Jónssyni, eða Kidda í Hjálmum.Diddú er ein þeirra sem hefur upp raust sína í hinu stjörnum prýdda lagi. Fréttablaðið/GVATextann gerði Örvar og í honum er sungið um það hvernig fólk er á endanum allt eins. "Komdu með, við erum eins, þú mátt ekki gleyma að á endanum erum við eins – þú og ég," segir meðal annars í textanum. Þetta er í fyrsta sinn sem FM Belfast syngur á íslensku. Myndband við Öll í kór verður frumsýnt í söfnunar- og skemmtiþætti á degi rauða nefsins, föstudaginn 7. desember, í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. "Við hjá UNICEF erum öllu þessu góða fólki ákaflega þakklát. Það er ómetanlegt að fá þau til liðs við okkur við að vekja athygli á degi rauða nefsins og málefnum bágstaddra barna. Síðan er auðvitað fallegt að textinn gengur út á að á endanum erum við öll eins," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Baggalútur átti fyrsta lagiðLagið í fyrra gerði Páll Óskar Hjálmtýsson (Megi það byrja með mér) en það sat í margar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Þar áður lagði Retro Stefson UNICEF lið með laginu Dagur rauða nefsins og árið þar áður Ljótu hálfvitarnir með Hættu þessu væli. Baggalútur á heiðurinn af fyrsta laginu sem samið var fyrir UNICEF á Íslandi sem heitir Brostu. Brostu með Baggalút. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2006. Hætt'essu væli með Ljótu hálfvitunum. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2009. Megi það byrja með mér með Páli Óskari. Samið fyrir Dag rauða nefsins árið 2011.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira