Kjarninn og hismið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. nóvember 2012 00:01 Safety Not Guaranteed Leikstjórn: Colin Trevorrow. Leikarar: Aubrey Plaza, Mark Duplass, Jake Johnson, Karan Soni, Kristen Bell Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997. Þar óskaði maður eftir ferðafélaga í fyrirhugað tímaferðalag sitt og hefur ljósmynd af auglýsingunni lifað góðu lífi á internetinu allar götur síðan. Hér er búið að spinna skemmtilega sögu í kringum hina undarlegu auglýsingu og segir myndin frá þremur blaðamönnum sem reyna að hafa uppi á auglýsandanum í þeim tilgangi að skrifa um hann grein. Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfri sér í kjánagríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann. Eitthvað er hægt að flissa en Safety Not Guaranteed er ekki grínmynd. Reyndar er hún nokkuð lunkin dramatísk mynd, allavega á köflum, en tímaferðalangurinn (leikinn af Mark Duplass) er bæði dularfullur og dapurlegur. Samtöl hans við persónu Aubrey Plaza eru sterkustu atriði myndarinnar og eiga báðir leikarar lof skilið fyrir frammistöðuna. Myndin dregur samt á eftir sér nokkuð af óþarfa og á til dæmis óáhugaverð ástarsaga eins blaðamannsins (Jake Johnson) heima í allt annarri mynd. Þessir ranghalar gera aðalatriðin óskýrari og hefði betur verið sleppt. Eftir stendur þó ágætis mynd sem er bæði fallega tekin og vel leikin. Niðurstaða: Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitingarskort. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Safety Not Guaranteed Leikstjórn: Colin Trevorrow. Leikarar: Aubrey Plaza, Mark Duplass, Jake Johnson, Karan Soni, Kristen Bell Kvikmyndin Safety Not Guaranteed er byggð á smáauglýsingu (já þú last rétt) sem birtist í bandarísku tímariti árið 1997. Þar óskaði maður eftir ferðafélaga í fyrirhugað tímaferðalag sitt og hefur ljósmynd af auglýsingunni lifað góðu lífi á internetinu allar götur síðan. Hér er búið að spinna skemmtilega sögu í kringum hina undarlegu auglýsingu og segir myndin frá þremur blaðamönnum sem reyna að hafa uppi á auglýsandanum í þeim tilgangi að skrifa um hann grein. Þessi saga hefði auðveldlega getað kaffært sjálfri sér í kjánagríni en er þess í stað borin fram á Wes Anderson-mátann. Eitthvað er hægt að flissa en Safety Not Guaranteed er ekki grínmynd. Reyndar er hún nokkuð lunkin dramatísk mynd, allavega á köflum, en tímaferðalangurinn (leikinn af Mark Duplass) er bæði dularfullur og dapurlegur. Samtöl hans við persónu Aubrey Plaza eru sterkustu atriði myndarinnar og eiga báðir leikarar lof skilið fyrir frammistöðuna. Myndin dregur samt á eftir sér nokkuð af óþarfa og á til dæmis óáhugaverð ástarsaga eins blaðamannsins (Jake Johnson) heima í allt annarri mynd. Þessir ranghalar gera aðalatriðin óskýrari og hefði betur verið sleppt. Eftir stendur þó ágætis mynd sem er bæði fallega tekin og vel leikin. Niðurstaða: Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitingarskort.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira