Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun