Sigurður á slóðum Buena Vista Trausti Júlíusson skrifar 6. desember 2012 12:00 Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Okkar menn í Havana. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sena. Okkar menn í Havana er þriðja plata Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en hún var tekin upp í Havana á Kúbu í september síðastliðnum. Í þetta skipti samanstóð Memfismafían af Kidda í Hjálmum sem stjórnaði upptökum, Tómasi R. Einarssyni sem spilaði á bassa, Samúel J. Samúelssyni sem spilaði á básúnu og útsetti og tólf kúbönskum hljóðfæraleikurum. Á plötunni eru ellefu ný lög eftir Sigurð, Tómas, Samma, Kidda og Braga Valdimar Skúlason, sem jafnframt samdi alla texta. Eins og kemur fram í heimildarmynd um Kúbuferðina, sem fylgir á DVD með plötunni, var ákveðið með frekar stuttum fyrirvara að fara til Kúbu og taka upp plötu með latin-tónlist. Það var Kiddi sem fékk hugmyndina og fékk Sigurð, Braga Valdimar, Samma og Tómas R. til liðs við sig. Tómas R. þekkir vel til á Kúbu og tók meðal annars upp plöturnar Havana og Romm Tomm Tomm þar. Platan var tekin upp í hinu sögufræga Egrem-hljóðveri þar sem Buena Vista Social Club-platan var hljóðrituð. Tónlistin á plötunni er ekta latin-tónlist með íslenskum textum. Það sem gefur henni þennan ósvikna hljóm er kúbönsk hljóðfæri eins og tres-gítarinn og kúbanska slagverkið og útsetningarnar sem voru unnar með kúbönsku tónlistarmönnunum. Rödd Sigurðar hæfir þessari tónlist vel. Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi. Þetta er mjög vel heppnuð plata. Lagasmíðarnar eru fínar og textarnir klikka ekki frekar en fyrri daginn hjá Braga Valdimar. Hljómurinn er líka mjög góður og flutningurinn frábær. Niðurstaða: Flott latin-plata gerð með Tómasi R. og kúbverskum tónlistarmönnum.“Það er afslöppuð og hlý stemning yfir Okkar mönnum í Havana. Hún ætti að vera ágætt mótefni við myrkri og jólastressi.“ Fréttablaðið/Valli
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira