Vínmenningarslys Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2012 06:00 Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda. Niðurstaðan þarf ekki að koma á óvart. Verð á áfengi hefur hækkað um fimmtíu til tæplega níutíu prósent síðan árið 2007, ef horft er á mismunandi viðmiðunartegundir Hagstofunnar. Áfengi er miklu dýrara miðað við kaupmátt almennings en í flestum nágrannalöndum okkar. Þannig var það líka fyrir hrun, en svo hefur hrun krónunnar gert sitt og stjórnvöld bætt um betur með því að hækka opinber gjöld á áfengi hvað eftir annað. Sérstaklega þeir tekjulágu leita þá ódýrari leiða en að kaupa áfengi í ríkiseinokunarbúðinni. Enda sýna niðurstöður könnunarinnar að ungt fólk og tekjulágt hefur fremur orðið vart við smygl og heimabrugg en þeir eldri og tekjuhærri. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, sagði í Fréttablaðinu á mánudag að hækkun áfengisgjalda væri stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið (til að fæla fólk frá áfengisneyzlu) en ef neyzlan færðist út fyrir opinberan markað næðist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala (sala á sterku víni hefur snarminnkað í Ríkinu) gæti líka gert að verkum að tekjumarkmið gjaldahækkana næðust ekki. Almar talar auðvitað út frá hagsmunum sinna félagsmanna, en þetta eru samt tvær röksemdir sem mark er á takandi. Stjórnmálamenn virðast stundum halda að þeir komist upp með að hækka opinberar álögur á áfengi endalaust, af því að það sé svo ljótt og óhollt að drekka það. En, eins og Almar bendir á, græða menn lítið ef viðskiptin færast bara yfir á svarta markaðinn. Lýðheilsumarkmiðið er þannig í raun bara ómerkilegt yfirvarp. Hækkanir áfengisgjaldanna eru hreinræktuð tekjuöflunarviðleitni ríkisstjórnarinnar. Ekki stendur til að nota peningana í forvarnir eða meðferð áfengissjúklinga, eins og SÁÁ hefur lagt til, heldur fara þeir bara í að loka fjárlagagatinu. Og óvíst að allar tekjurnar skili sér sem lagt er upp með. Þá er ótalin þriðja röksemdin gegn þessum gegndarlausu álögum á áfenga drykki. Það er nefnilega til eitthvert ástand á milli bindindis og þess að verða áfengisbölinu að bráð. Það er kallað vínmenning og þessar yfirgengilegu álögur gera ekkert til að bæta hana. Verðhækkanir, sem knýja ungt fólk og tekjulágt til að kaupa landa, spíra og smygl, stuðla ekki að heilbrigðri umgengni fólks við löglega vöru sem hefur fylgt mannkyninu um árþúsundir. Fyrir flesta neytendur áfengra drykkja er neyzla þeirra partur af daglegu lífi og ekki vandamál. Ofurskattastefna stjórnvalda er þess vegna fyrst og fremst fjandsamleg neytendum, ekki sízt af því að hún stuðlar hvorki að því að draga úr áfengisbölinu né bæta vínmenningu. Almar Guðmundsson segir að Félag atvinnurekenda hafi kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu stjórnvalda. Það virðist engin vanþörf á slíkri stefnumótun. Núverandi stefna er að minnsta kosti ekki að skila neinum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun
Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda. Niðurstaðan þarf ekki að koma á óvart. Verð á áfengi hefur hækkað um fimmtíu til tæplega níutíu prósent síðan árið 2007, ef horft er á mismunandi viðmiðunartegundir Hagstofunnar. Áfengi er miklu dýrara miðað við kaupmátt almennings en í flestum nágrannalöndum okkar. Þannig var það líka fyrir hrun, en svo hefur hrun krónunnar gert sitt og stjórnvöld bætt um betur með því að hækka opinber gjöld á áfengi hvað eftir annað. Sérstaklega þeir tekjulágu leita þá ódýrari leiða en að kaupa áfengi í ríkiseinokunarbúðinni. Enda sýna niðurstöður könnunarinnar að ungt fólk og tekjulágt hefur fremur orðið vart við smygl og heimabrugg en þeir eldri og tekjuhærri. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri FA, sagði í Fréttablaðinu á mánudag að hækkun áfengisgjalda væri stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið (til að fæla fólk frá áfengisneyzlu) en ef neyzlan færðist út fyrir opinberan markað næðist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala (sala á sterku víni hefur snarminnkað í Ríkinu) gæti líka gert að verkum að tekjumarkmið gjaldahækkana næðust ekki. Almar talar auðvitað út frá hagsmunum sinna félagsmanna, en þetta eru samt tvær röksemdir sem mark er á takandi. Stjórnmálamenn virðast stundum halda að þeir komist upp með að hækka opinberar álögur á áfengi endalaust, af því að það sé svo ljótt og óhollt að drekka það. En, eins og Almar bendir á, græða menn lítið ef viðskiptin færast bara yfir á svarta markaðinn. Lýðheilsumarkmiðið er þannig í raun bara ómerkilegt yfirvarp. Hækkanir áfengisgjaldanna eru hreinræktuð tekjuöflunarviðleitni ríkisstjórnarinnar. Ekki stendur til að nota peningana í forvarnir eða meðferð áfengissjúklinga, eins og SÁÁ hefur lagt til, heldur fara þeir bara í að loka fjárlagagatinu. Og óvíst að allar tekjurnar skili sér sem lagt er upp með. Þá er ótalin þriðja röksemdin gegn þessum gegndarlausu álögum á áfenga drykki. Það er nefnilega til eitthvert ástand á milli bindindis og þess að verða áfengisbölinu að bráð. Það er kallað vínmenning og þessar yfirgengilegu álögur gera ekkert til að bæta hana. Verðhækkanir, sem knýja ungt fólk og tekjulágt til að kaupa landa, spíra og smygl, stuðla ekki að heilbrigðri umgengni fólks við löglega vöru sem hefur fylgt mannkyninu um árþúsundir. Fyrir flesta neytendur áfengra drykkja er neyzla þeirra partur af daglegu lífi og ekki vandamál. Ofurskattastefna stjórnvalda er þess vegna fyrst og fremst fjandsamleg neytendum, ekki sízt af því að hún stuðlar hvorki að því að draga úr áfengisbölinu né bæta vínmenningu. Almar Guðmundsson segir að Félag atvinnurekenda hafi kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu stjórnvalda. Það virðist engin vanþörf á slíkri stefnumótun. Núverandi stefna er að minnsta kosti ekki að skila neinum árangri.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun