Heimilislegt og blátt áfram Björn Teitsson skrifar 8. desember 2012 08:00 "Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega.“ Mynd/Valdís Thor Tónlist. Prammi. Stafrænn Hákon. Sound in Silence Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi"-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin. Prammi er sjöunda breiðskífa Stafræns Hákons og er hún tekin upp í heimahúsi með aðstoð vina og vandamanna – sem á reyndar við um flest af efni listamannsins. Hljóðheimur plötunnar byggir á elektróskotnu "lo-fi" indírokki með smá skammti af ambient og annarri tilraunamennsku. Prammi nær fyrirtaks flugi á þeim lögum þar sem söngur og raddanir fá að njóta sín (Klump, The Son, Hoff). Rækjuháls er að öðrum ólöstuðum besta lag plötunnar og er það eina sem sungið er á íslensku. Textinn, sem fjallar um afbrigðilegar matarvenjur, er bráðfyndinn. Aðgengilegustu lögin án söngs renna einnig ágætlega niður og þá er rétt að hrósa góðum trommuleik í Hvarfi 12. Upptökurnar eru heimilislegar og blátt áfram, án þess að hægt sé að kvarta yfir nokkrum viðvaningshætti. Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega. Prammi er ekki gallalaus plata en engu að síður góður og gildur fulltrúi íslenskrar indítónlistar. Hönnun umslagsins er einnig mjög indí, einungis plastvasi og blað með ljósmynd. Ef til vill hefði verið heppilegra að leggja aðeins meira í umbúðirnar, en það er kannski svipað og að kvarta yfir að frönskurnar komi með kartöflukryddi – þegar þig langaði í raun bara í salt. Franskar eru samt franskar og svona er lífið bara stundum. Niðurstaða: Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar.Stafrænn Hákon, Prammi. Gagnrýni Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Prammi. Stafrænn Hákon. Sound in Silence Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi"-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin. Prammi er sjöunda breiðskífa Stafræns Hákons og er hún tekin upp í heimahúsi með aðstoð vina og vandamanna – sem á reyndar við um flest af efni listamannsins. Hljóðheimur plötunnar byggir á elektróskotnu "lo-fi" indírokki með smá skammti af ambient og annarri tilraunamennsku. Prammi nær fyrirtaks flugi á þeim lögum þar sem söngur og raddanir fá að njóta sín (Klump, The Son, Hoff). Rækjuháls er að öðrum ólöstuðum besta lag plötunnar og er það eina sem sungið er á íslensku. Textinn, sem fjallar um afbrigðilegar matarvenjur, er bráðfyndinn. Aðgengilegustu lögin án söngs renna einnig ágætlega niður og þá er rétt að hrósa góðum trommuleik í Hvarfi 12. Upptökurnar eru heimilislegar og blátt áfram, án þess að hægt sé að kvarta yfir nokkrum viðvaningshætti. Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega. Prammi er ekki gallalaus plata en engu að síður góður og gildur fulltrúi íslenskrar indítónlistar. Hönnun umslagsins er einnig mjög indí, einungis plastvasi og blað með ljósmynd. Ef til vill hefði verið heppilegra að leggja aðeins meira í umbúðirnar, en það er kannski svipað og að kvarta yfir að frönskurnar komi með kartöflukryddi – þegar þig langaði í raun bara í salt. Franskar eru samt franskar og svona er lífið bara stundum. Niðurstaða: Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar.Stafrænn Hákon, Prammi.
Gagnrýni Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira