Hélt hann gæti aldrei rappað aftur 14. desember 2012 06:00 „Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég man að eitt af því fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fattaði hvað hafði gerst var hvort ég gæti einhvern tímann rappað aftur," segir rapparinn Ívar Schram sem gefur út fyrstu sólóplötu sína, Barcelona, í dag. Á plötunni rifjar Ívar, sem rappar undir listamannsnafninu Immo, upp afdrifaríkt atvik sumarið 2011 í Barcelona. Þá réðst ókunnugur maður á hann og beit af honum neðri vörina. Tveimur aðgerðum og einu og hálfu ári síðar er enn þá langt í land að vörin verði sú sama en framfarirnar hafa þó verið miklar. „Ég man ekkert eftir sjálfu atvikinu, það er eins og líkaminn verndi mann fyrir svona lífsreynslu. Ég man allt fyrir og eftir, en sem betur fer fann ég engan sársauka. Ég fór beint í bráðabirgðaaðgerð í Barcelona áður en ég flaug heim og var bannað að líta í spegil á leiðinni." Plötuna Barcelona samdi Ívar mestmegnis í bataferlinu en hann segist skyndilega hafa fyllst innblæstri. Vinnuferlið hefur staðið yfir síðastliðið ár og ýmsir listamenn leggja honum lið á plötunni. Bræðurnir úr Retro Stefson, Unnsteinn og Logi, taka hvor sitt lagið með Ívari sem og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og söngkonan Valborg Ólafsdóttir. „Platan er ekkert þunglynd heldur létt og skemmtileg. Ég hef tæklað þetta áfall með húmorinn að vopni og það endurspeglast vonandi í plötunni." Barcelona kemur í verslanir í dag en útgáfutónleikar verða þann 20. desember á Faktorý.- áp
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira