Ég vissi það ekki þá, en ég veit það núna Sigga Dögg skrifar 13. desember 2012 18:00 Ég er komin á nýja áratug, hinn svokallaða fertugsaldur. Fyrir mörgum er nýtt aldursár merki um að nú sé farið að slá aðeins í skrokkinn, æskuljóminn dvínar sem og orkan. Ég rýndi í spegilmynd mína og skoðaði nýjar hrukkur í kringum augun sem hafa myndast við mikinn hlátur og ofdýrkun á sólarljósi í fjarlægum löndum. Eitt grátt hár hér og þar má skrifast á hasar og spennu. Rassinn hangir aðeins neðar og hristist aðeins meira. Hann er kominn með sitt eigið vatteraða munstur en það má samt klípa í hann og flengja. Ég ætti nú kannski ekki að tjá mig neitt sérstaklega um brjóstin enda frekar nýhætt með barn á brjósti eftir þó nokkuð marga mánuði en þau hljóta að jafna sig á þessu einhvern tímann. Gott ef píkan hafi ekki líka breyst, allavega í huga mér er hún önnur í dag en í gær. Ekkert af þessum líkamlegu ummerkjum aldurs hryggir mig neitt sérstaklega því ég er með munninn fyrir neðan nefið og hjartað á sínum stað. Fyrir áratug þá var ég ráðvillt ung dama sem dillaði sér uppi á barborðum með of hraðan hjartslátt og ráðvilltan hug. Ég sagði ekki það sem ég meinti, og oftar en ekki meinti ég ekki það sem ég sagði. Það að segja bólfélaganum til, eða jafnvel sýna honum hvað mér þætti gott, var fjarlægur draumur. Samfarirnar einhvern veginn gengu sinn vanagang, svo lengi sem félaginn var sá sami. Ég vissi ekki hvernig minn líkami starfaði eða hvað honum fannst gott. Ég vissi ekki að maður ætti að tala saman í kynlífi og skiptast á að spyrja og biðja. Ég vissi ekki að maður mætti segja nei við kynlífi ef á annað borð var komið að kúri. Ég vissi ekki að útlitið skipti litlu máli, ef hjarta og hugur fylgja ekki með, því jafnvel fallegustu stóðhestarnir geta verið óttalegar bikkjur í bólinu. Ég vissi ekki að það mættu alveg vera krullur á píkunni, fæstir strákar myndu láta slíkt standa í vegi fyrir unaði. Ég vissi ekki að ást myndi ekki blossa upp úr góðu kynlífi, ég vanmat hrifninguna og taldi kynlífstækni fleyta flestum ansi langt. Ég vissi ekki að strákar eiga líka að bera ábyrgð á verjum, pillan var ekki verndarskjöldur gegn heimsins sýkingum. Þá vissi ég heldur ekki hvernig ástin breytir upplifun af kynlífi og hvað það getur verið yndislegt, fallegt, fyndið og skemmtilegt þegar stundað með þeim sem maður elskar heitt. Nú er ég þrítug og ofsalega finnst mér ég gáfuð og lukkuleg að vita meira í dag en í gær. Ég tek næstu árum fagnandi með þeim fróðleik, visku og góða kynlífi sem þau búa yfir.Sigga Dögg fagnar fertugsaldrinum og finnst hún gáfaðri í dag en í gær.nordicphotos/getty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ég er komin á nýja áratug, hinn svokallaða fertugsaldur. Fyrir mörgum er nýtt aldursár merki um að nú sé farið að slá aðeins í skrokkinn, æskuljóminn dvínar sem og orkan. Ég rýndi í spegilmynd mína og skoðaði nýjar hrukkur í kringum augun sem hafa myndast við mikinn hlátur og ofdýrkun á sólarljósi í fjarlægum löndum. Eitt grátt hár hér og þar má skrifast á hasar og spennu. Rassinn hangir aðeins neðar og hristist aðeins meira. Hann er kominn með sitt eigið vatteraða munstur en það má samt klípa í hann og flengja. Ég ætti nú kannski ekki að tjá mig neitt sérstaklega um brjóstin enda frekar nýhætt með barn á brjósti eftir þó nokkuð marga mánuði en þau hljóta að jafna sig á þessu einhvern tímann. Gott ef píkan hafi ekki líka breyst, allavega í huga mér er hún önnur í dag en í gær. Ekkert af þessum líkamlegu ummerkjum aldurs hryggir mig neitt sérstaklega því ég er með munninn fyrir neðan nefið og hjartað á sínum stað. Fyrir áratug þá var ég ráðvillt ung dama sem dillaði sér uppi á barborðum með of hraðan hjartslátt og ráðvilltan hug. Ég sagði ekki það sem ég meinti, og oftar en ekki meinti ég ekki það sem ég sagði. Það að segja bólfélaganum til, eða jafnvel sýna honum hvað mér þætti gott, var fjarlægur draumur. Samfarirnar einhvern veginn gengu sinn vanagang, svo lengi sem félaginn var sá sami. Ég vissi ekki hvernig minn líkami starfaði eða hvað honum fannst gott. Ég vissi ekki að maður ætti að tala saman í kynlífi og skiptast á að spyrja og biðja. Ég vissi ekki að maður mætti segja nei við kynlífi ef á annað borð var komið að kúri. Ég vissi ekki að útlitið skipti litlu máli, ef hjarta og hugur fylgja ekki með, því jafnvel fallegustu stóðhestarnir geta verið óttalegar bikkjur í bólinu. Ég vissi ekki að það mættu alveg vera krullur á píkunni, fæstir strákar myndu láta slíkt standa í vegi fyrir unaði. Ég vissi ekki að ást myndi ekki blossa upp úr góðu kynlífi, ég vanmat hrifninguna og taldi kynlífstækni fleyta flestum ansi langt. Ég vissi ekki að strákar eiga líka að bera ábyrgð á verjum, pillan var ekki verndarskjöldur gegn heimsins sýkingum. Þá vissi ég heldur ekki hvernig ástin breytir upplifun af kynlífi og hvað það getur verið yndislegt, fallegt, fyndið og skemmtilegt þegar stundað með þeim sem maður elskar heitt. Nú er ég þrítug og ofsalega finnst mér ég gáfuð og lukkuleg að vita meira í dag en í gær. Ég tek næstu árum fagnandi með þeim fróðleik, visku og góða kynlífi sem þau búa yfir.Sigga Dögg fagnar fertugsaldrinum og finnst hún gáfaðri í dag en í gær.nordicphotos/getty
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun