Bláeygt og blæbrigðalítið Björn Teitsson skrifar 18. desember 2012 14:30 Tónlist. Fallið lauf. Sverrir Bergmann. Sena Fallið lauf er önnur sólóplata Sverris Bergmanns og sú fyrsta sem er sungin einungis á íslensku. Sverrir var áður helsta driffjöðrin í hljómsveitinni Daysleeper, sem spilaði kassagítarrokktónlist undir sterkum áhrifum grugg-tónlistarstefnunnar. Á þessari plötu nýtur hann fulltingis Halldórs Gunnars Pálssonar, sem er best þekktur sem kórstjóri Fjallabræðra. Þeir unnu einmitt með Sverri að þjóðhátíðarlagi Vestmannaeyja nú í sumar (Þar sem hjartað slær). Platan hefur að geyma 11 lög og er þjóðhátíðarlagið þar á meðal. Fjögur þeirra samdi Halldór en annars eru lögin "fengin að láni" frá erlendum lagahöfundum og við þau hafa verið samdir íslenskir textar, flestir af þeim Sævari Sigurgeirssyni og Hallgrími Oddssyni. Textarnir fjalla um ástina og hvernig hún virðist vandræðast fyrir fólki, en þá er best að sættast (Semjum frið) eða bara neita að fara (Ég fer ekki neitt)! Lagavalið ber þess merki að þeir Sverrir og Halldór sækja mikið til sálartónlistar, jafnvel þeirrar stefnu sem kölluð hefur verið upp á ensku "blue-eyed soul" (eitt lagið heitir meira að segja Augun blá). Meðal lagahöfunda eru Amos Lee, James Morrison og sálargoðsögnin Dan Penn. Á plötunni má greina einnig greina sterk gospel-áhrif (Kærleikur, von og trú, Að dökkri strönd). Fallið lauf er því miður frekar tilþrifalítil plata og það er ekki fyrr en með síðustu lögunum, sem bæði eru eftir Halldór, að maður heyrir hvers Sverrir er megnugur sem söngvari (Augun blá, Þar sem hjartað slær). Að öðru leyti skilja lögin lítið eftir sig, og stundum finnst manni sem sama lagið spilist í tví- eða þrígang. Auðvelt er að ímynda sér að einhverjir kunni að meta plötuna, einmitt vegna blæbrigðaleysisins. Það væri til að mynda róandi að heyra lög af henni, væri maður fastur í umferð. Lögin eru nokkuð mónótónísk, sem er synd því Sverrir hefur löngu sannað sig sem fínn söngvari. Ef til vill ætti hann að koma meira að lagasmíðunum sjálfur. Niðurstaða: Tilþrifalítil sálarplata frá annars góðum söngvara. Gagnrýni Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Fallið lauf. Sverrir Bergmann. Sena Fallið lauf er önnur sólóplata Sverris Bergmanns og sú fyrsta sem er sungin einungis á íslensku. Sverrir var áður helsta driffjöðrin í hljómsveitinni Daysleeper, sem spilaði kassagítarrokktónlist undir sterkum áhrifum grugg-tónlistarstefnunnar. Á þessari plötu nýtur hann fulltingis Halldórs Gunnars Pálssonar, sem er best þekktur sem kórstjóri Fjallabræðra. Þeir unnu einmitt með Sverri að þjóðhátíðarlagi Vestmannaeyja nú í sumar (Þar sem hjartað slær). Platan hefur að geyma 11 lög og er þjóðhátíðarlagið þar á meðal. Fjögur þeirra samdi Halldór en annars eru lögin "fengin að láni" frá erlendum lagahöfundum og við þau hafa verið samdir íslenskir textar, flestir af þeim Sævari Sigurgeirssyni og Hallgrími Oddssyni. Textarnir fjalla um ástina og hvernig hún virðist vandræðast fyrir fólki, en þá er best að sættast (Semjum frið) eða bara neita að fara (Ég fer ekki neitt)! Lagavalið ber þess merki að þeir Sverrir og Halldór sækja mikið til sálartónlistar, jafnvel þeirrar stefnu sem kölluð hefur verið upp á ensku "blue-eyed soul" (eitt lagið heitir meira að segja Augun blá). Meðal lagahöfunda eru Amos Lee, James Morrison og sálargoðsögnin Dan Penn. Á plötunni má greina einnig greina sterk gospel-áhrif (Kærleikur, von og trú, Að dökkri strönd). Fallið lauf er því miður frekar tilþrifalítil plata og það er ekki fyrr en með síðustu lögunum, sem bæði eru eftir Halldór, að maður heyrir hvers Sverrir er megnugur sem söngvari (Augun blá, Þar sem hjartað slær). Að öðru leyti skilja lögin lítið eftir sig, og stundum finnst manni sem sama lagið spilist í tví- eða þrígang. Auðvelt er að ímynda sér að einhverjir kunni að meta plötuna, einmitt vegna blæbrigðaleysisins. Það væri til að mynda róandi að heyra lög af henni, væri maður fastur í umferð. Lögin eru nokkuð mónótónísk, sem er synd því Sverrir hefur löngu sannað sig sem fínn söngvari. Ef til vill ætti hann að koma meira að lagasmíðunum sjálfur. Niðurstaða: Tilþrifalítil sálarplata frá annars góðum söngvara.
Gagnrýni Mest lesið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning