Landsnet sækir um leyfi fyrir 2,2 milljarða raflínum kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 06:00 Helguvík Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í sumar, fáist leyfi fyrir þeim, og standi yfir næstu tvö ár. Fyrsta áfanga álvers í Helguvík fylgja framkvæmdir á línum upp á 9,3 milljarða króna. Landsnet sendir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til Orkustofnunar í vikunni. Samþykkt sveitarfélagsins Voga greiddi leiðina fyrir framkvæmdina sem hljóðar upp á 2,2 milljarða króna. Fyrirtækið fundaði með sveitarfélögum á svæðinu á mánudaginn og kynnti framkvæmdirnar. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir að þar hafi verið á ferð hefðbundið samstarf við sveitarfélögin um útfærslu framkvæmdanna. Verið er að fara yfir alla þætti málsins og umsókn verður send til Orkustofnunar fyrir helgi. „Það sem við erum að gera núna snýr að Suðurnesjalínu II, úr Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Það er til að bæta öryggið á Reykjanesi. Það eru ansi stórar virkjanir á svæðinu. Við erum að vinna að því að framkvæmdir geti hafist í sumar. Bygging þeirrar línu verður í gangi næstu tvö árin.“ Spennan á núverandi línu er 132 kílóvolt, en nýja línan verður 220 kílóvolta. Hún á að tryggja afhendingaröryggi og flutningsgetu á svæðinu. Verði farið í framkvæmdir við álver í Helguvík verður önnur 220 kílóvolta lína lögð og sú gamla, sem ber 132 kílóvolt, lögð af. „Ef það verður af samkomulagi um Helguvíkurverkefnið þurfum við að setja fleiri framkvæmdir í gang,“ segir Guðmundur Ingi. „Þá þurfum við að fara í fyrsta áfanga Suðvesturlínu. Í meginatriðum þurfum við að tengja álverið í Helguvík við flutningskerfið, að leggja þessa strengi til Helguvíkur. Síðan þurfum við væntanlega að tengja virkjanirnar sem tilheyra fyrsta áfanganum, svo sem stækkun Reykjanesvirkjunar, en það þarf að tvöfalda tenginguna við hana. Síðan veit ég ekki hvaða virkjun verður til viðbótar. Við þurfum að fylgjast með hvaða valkostur verður í fyrsta áfanganum og gera ráðstafanir.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Landsnet sendir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til Orkustofnunar í vikunni. Samþykkt sveitarfélagsins Voga greiddi leiðina fyrir framkvæmdina sem hljóðar upp á 2,2 milljarða króna. Fyrirtækið fundaði með sveitarfélögum á svæðinu á mánudaginn og kynnti framkvæmdirnar. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir að þar hafi verið á ferð hefðbundið samstarf við sveitarfélögin um útfærslu framkvæmdanna. Verið er að fara yfir alla þætti málsins og umsókn verður send til Orkustofnunar fyrir helgi. „Það sem við erum að gera núna snýr að Suðurnesjalínu II, úr Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Það er til að bæta öryggið á Reykjanesi. Það eru ansi stórar virkjanir á svæðinu. Við erum að vinna að því að framkvæmdir geti hafist í sumar. Bygging þeirrar línu verður í gangi næstu tvö árin.“ Spennan á núverandi línu er 132 kílóvolt, en nýja línan verður 220 kílóvolta. Hún á að tryggja afhendingaröryggi og flutningsgetu á svæðinu. Verði farið í framkvæmdir við álver í Helguvík verður önnur 220 kílóvolta lína lögð og sú gamla, sem ber 132 kílóvolt, lögð af. „Ef það verður af samkomulagi um Helguvíkurverkefnið þurfum við að setja fleiri framkvæmdir í gang,“ segir Guðmundur Ingi. „Þá þurfum við að fara í fyrsta áfanga Suðvesturlínu. Í meginatriðum þurfum við að tengja álverið í Helguvík við flutningskerfið, að leggja þessa strengi til Helguvíkur. Síðan þurfum við væntanlega að tengja virkjanirnar sem tilheyra fyrsta áfanganum, svo sem stækkun Reykjanesvirkjunar, en það þarf að tvöfalda tenginguna við hana. Síðan veit ég ekki hvaða virkjun verður til viðbótar. Við þurfum að fylgjast með hvaða valkostur verður í fyrsta áfanganum og gera ráðstafanir.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira