Jack White með öruggan sigur 20. desember 2012 06:00 Bestu erlendu plöturnar umslög Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um það hverjar væru bestu plötur ársins 2012. 19 manns skiluðu inn listum yfir bestu erlendu plöturnar, gagnrýnendur, fjölmiðlafólk og nafntogaðir tónlistaráhugamenn. Platan sem er í efsta sæti á lista hvers og eins fær 5 stig, platan í öðru sæti 4 stig og þannig koll af kolli. Ef tvær plötur fá jafn mörg stig þá fær sú plata sem er með fleiri tilnefningar hærra sæti á heildarlistanum. Það er tvennt sem einkennir valið í ár. Í fyrsta lagi eru sömu plöturnar í toppsætunum og hafa verið að raða sér efst á svipaða lista í erlendum miðlum undanfarnar vikur og í öðru lagi fá mjög margar plötur aðeins eina tilnefningu. Það kemur sennilega engum á óvart að Íslandsvinurinn og fyrrum White Stripes-forsprakkinn Jack White sigrar nokkuð örugglega með sinni fyrstu sólóplötu Blunderbuss sem fær 28 stig. Platan fékk frábæra dóma og góðar viðtökur plötukaupenda strax og hún kom út síðasta vor. Í öðru sæti er svo r&b undrabarnið Franc Ocean og platan hans Channel Orange með 20 stig. Næstar koma svo plötur Alt J, Fionu Apple og Bat for Lashes. Allt plötur sem hafa verið að fá mikið lof í tónlistarmiðlum víða um heim. Oft hafa gamlir meistarar komið mjög vel út á listum af þessu tagi. Meirihluti listamannanna í tíu efstu sætunum í ár eru samt frekar ungir. Undantekningin er Neil Young sem nær sjöunda sæti með sinni nýjustu plötu. Rómaðar plötur Bob Dylans og Bruce Springsteens sem komu út á árinu ná hins vegar ekki inn á topp tíu.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“