Óvæntur glaðningur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Gervileg sviðsmyndin styður við draumkennt myndmálið. Bíó. Life of Pi. Leikstjórn: Ang Lee Leikarar: Suraj Sharma, Irrfan Khan, Tabu, Adil Hussain, Gerard Depardieu, Rafe Spall Sjaldan hefur sést ókræsilegri stikla fyrir kvikmynd en sú sem hefur auglýst myndina Life of Pi undanfarnar vikur og mánuði. Bókina þekkja allir, líka þeir sem hafa ekki lesið hana, en af auglýsingunni að dæma var myndin lítið annað en vellulegt tölvubrellumont. Og Coldplay-lagið sem ómaði undir ýtti þessu endanlega yfir gubbstrikið. En mikið er nú alltaf hressandi og hollt þegar maður fær fordómana beint í fésið, blauta og kalda. Ef notkun broskarla í dagblöðum væri ekki almennt talin gríðarlega ófagmannleg, þá myndi ég setja einn hér. Myndin segir frá indverska drengnum Pí, sem ásamt foreldrum sínum, bróður, og sirkusdýrum föður síns, lendir í sjóslysi þar sem nær allir farast. En Pí kemst undan í björgunarbát, ásamt tígrisdýrinu Richard Parker, og aleinir úti á ballarhafi munu þeir eyða dögum, vikum og mánuðum saman. Leikstjórinn Ang Lee fer hér alla leið í dúlleríi, skrúfar alla liti upp í ellefu, og aldrei lét ég það fara í taugarnar á mér hversu „gervileg" sviðsmyndin er. Hún er að miklu leyti tölvuteiknuð og styður vel við draumkennt myndmálið, og svo er glæsileg þrívíddin punkturinn yfir i-ið. Eini sjáanlegi lösturinn á þessari prýðilegu og gullfallegu mynd er lokaspretturinn. Þar er kjötið brytjað niður leiðinlega smátt, svo örugglega enginn þurfi nú að nota höfuðið og draga sínar eigin ályktanir um sögulokin. Það er leiðinlegt að láta tala niður til sín. Áhorfendur eru skarpari en flestir halda :) Niðurstaða: Óvæntasti glaðningur ársins. Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Life of Pi. Leikstjórn: Ang Lee Leikarar: Suraj Sharma, Irrfan Khan, Tabu, Adil Hussain, Gerard Depardieu, Rafe Spall Sjaldan hefur sést ókræsilegri stikla fyrir kvikmynd en sú sem hefur auglýst myndina Life of Pi undanfarnar vikur og mánuði. Bókina þekkja allir, líka þeir sem hafa ekki lesið hana, en af auglýsingunni að dæma var myndin lítið annað en vellulegt tölvubrellumont. Og Coldplay-lagið sem ómaði undir ýtti þessu endanlega yfir gubbstrikið. En mikið er nú alltaf hressandi og hollt þegar maður fær fordómana beint í fésið, blauta og kalda. Ef notkun broskarla í dagblöðum væri ekki almennt talin gríðarlega ófagmannleg, þá myndi ég setja einn hér. Myndin segir frá indverska drengnum Pí, sem ásamt foreldrum sínum, bróður, og sirkusdýrum föður síns, lendir í sjóslysi þar sem nær allir farast. En Pí kemst undan í björgunarbát, ásamt tígrisdýrinu Richard Parker, og aleinir úti á ballarhafi munu þeir eyða dögum, vikum og mánuðum saman. Leikstjórinn Ang Lee fer hér alla leið í dúlleríi, skrúfar alla liti upp í ellefu, og aldrei lét ég það fara í taugarnar á mér hversu „gervileg" sviðsmyndin er. Hún er að miklu leyti tölvuteiknuð og styður vel við draumkennt myndmálið, og svo er glæsileg þrívíddin punkturinn yfir i-ið. Eini sjáanlegi lösturinn á þessari prýðilegu og gullfallegu mynd er lokaspretturinn. Þar er kjötið brytjað niður leiðinlega smátt, svo örugglega enginn þurfi nú að nota höfuðið og draga sínar eigin ályktanir um sögulokin. Það er leiðinlegt að láta tala niður til sín. Áhorfendur eru skarpari en flestir halda :) Niðurstaða: Óvæntasti glaðningur ársins.
Gagnrýni Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira