Engar léttklæddar takk! 9. janúar 2013 11:30 Minna mun sjást af berum leggjum á bílasýningunni í Brussel en í fyrra Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent
Breytt viðhorf á bílasýningum. Gestir á komandi bílasýningu í Brussel sem hefst 11. janúar verða að sætta sig við að beina augum sínum aðallega að fallegum bílum, en ekki léttklæddum fljóðum. Stjórnendur sýningarinnar hafa beint þeim tilmælum til sýnenda að starfsstúlkur á sýningarbásum þeirra séu tilhlýðilega klæddar. Ástæða þessa er sú að í fyrra bar nokkuð á lostafullri hegðun sumra gesta sýningarinnar og telja aðstandendur sýningarinnar að kenna megi að hluta um glannalegum klæðnaði stúlknanna. Að baki þessari ákvörðun sýningarhaldara liggja reyndar einnig hressileg skilaboð frá jafnréttismálaráðherra Belgíu þar sem segir að bílasýning sem þessi sé fjölskylduviðburður og það sé engan vegin viðeigandi skilaboð til barna og unglinga að þar vappi um léttklæddar konur.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent