Dennis: Við hefðum getað haldið Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 4. janúar 2013 17:45 Dennis hefur staðið við bakið á Hamilton síðan hann var polli. nordicphotos/afp Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007. Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ron Dennis, formaður stjórnar McLaren-liðsins og fyrrum liðstjóri liðsins, segir að McLaren-liðið hefði getað haldið Lewis Hamilton áfram árið 2013 en ákveðið að gera það ekki. Hamilton mun aka fyrir Mercedes næstu þrjú árin. Hamilton eyddi sex tímabilum hjá McLaren eftir að hafa komið nýr inn árið 2007. Hann varð heimsmeistari árið 2008 en náði aldrei að jafna þann árangur. Dennis telur Hamilton hafa þurft nýtt upphaf. „Það er rangt að segja að Hamilton hafi yfirgefið okkur," sagði Dennis. „Þegar allt kemur til alls þá verða lið og ökumenn að skilja ef aðstæðurnar bjóða ekki upp á annað. Það er aldrei einhver einn sem tekur ákvarðanir heldur ráða aðstæður hverju sinni." Dennis segist fá endalausar spurningar um hvað honum finnist um það að Hamilton sé farinn en segist ekki sjá eftir neinu, hann sé raunsær. „Við hefðum örugglega getað skapað aðstæður þar sem Hamilton gat verið áfram en það hefði ekki gert neinum gott. Okkur fannst við gera það rétta í stöðunni." „Við viljum auðvitað ekki að hann njóti alls hins besta hjá Mercedes, það er vonandi skiljanlegt þar sem hann er keppinautur. Við viljum samt ekki að neitt neikvætt hendi hann," sagði Dennis ennfremur. Ron Dennis er maðurinn sem réð Lewis Hamilton til McLaren-liðsins eftir að hafa séð hann keppa í gó-kart í lok tíunda áratugs síðustu aldar. Dennis hreifst af náttúrulegum hæfileikum unga kappans og sá honum fyrir þrifum í þroskaferlinu, allt þar til Hamilton fékk tækifæri með McLaren-liðinu árið 2007.
Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Aldo: Ég ætla að kæfa Holloway Sport Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira