Blóðug valdafíkn Elísabet Brekkan skrifar 2. janúar 2013 12:00 Björn Thors í hlutverki sínu. Leikhús. Macbeth. Höfundur: William Shakespeare. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Helstu hlutverk: Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Jensson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhannes Haukur Jóhannsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Saga Garðarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Benedict Andrews. Stóra sviðið, Þjóðleikhúsinu. Frumsýning á einu merkasta verki leikhúsbókmenntanna í Þjóðleikhúsinu. Prúðbúið fólk fyllti salinn og voru margir fullir kvíða fyrir því sem koma skyldi. Óttinn hvarf nú líklega fljótlega því hinn heimsfrægi harmleikur um Macbeth-hjónin fangaði strax áhuga áhorfenda. Dunkan konungur verðlaunar Macbeth fyrir framgöngu hans á vígvellinum. Macbeth fréttir af þessari nafnbót þegar hann hittir heldur skringilegar kvenpersónur sem segja honum frá þessu þá er hann kemur úr stríði í fylgd vinar síns Bankó. Nornirnar á heiðinni voru hér einhvers konar ruslasöfnunarkerlingar og ein þeirra líklega strætishóra. Þær segja vinunum frá því að nafnbætur Macbeths verði fleiri og að hann verði einnig konungur. Söguna þarf nú vart að rekja hér enda svo oft sögð. Þegar Lafðin fær bréfið um upphefðina, les það og tjáir metnað sinn fyrir hönd bóndans, máske ein frægasta sena kvenpersónu leikbókmenntanna, kynnumst við fyrst þessari valdasjúku konu. Margrét Vilhjálmsdóttir fer með þetta fræga hlutverk á einstaklega næman máta. Hún er ekki eins og svo oft áður, uppskrúfuð eða yfirdramatiseruð heldur mjög trúverðug ung kona sem lætur stjórnast af metnaði og græðgi. Þegar þau hjónin myrða næturgestinn, konung Skotlands, til þess að sölsa undir sig hásætið og neyðast svo til þess að kála einnig vitnunum er eins og þau fari saman upp í rússíbana með endastöð í glötun. Leikurinn fór fram í leikmynd er líktist helst kassa, tákn tómleikans. Lýsingin einkenndist af ofurbirtu eins og til að sýna að engir skuggar eða skúmaskot gætu leynt glæp þeirra. Björn Thors fer með hlutverk Macbeths og skilaði því vel hvernig brjálsemin stigmagnast eftir því sem samviskan framkallar sýnir og rænir hann svefni og ró. Hér er brugðið á það ráð að sýna myndbandsupptökur af skjá, myndbandið tekið á staðnum og verður þetta til þess að hægt er að sýna andlit og nærmyndir eins og í kvikmyndum. Þetta var smart og áhrifaríkt en kannski aðeins of mikið notað. Pálmi Gestsson í fráhnepptri fjallaúlpu með skakka skrankórónu á hausnum ljáði kjánalegum einræðisherranum trúverðugt líf. Hilmir Snær Guðnason var frábær lifandi og dauður og bar framsögn hans af. Það var reyndar svolítið eins og bergmál í kassanum þannig að nokkur af gullkornunum heyrðust kannski ekki nógu vel. Eitt eftirminnilegasta atriðið er þegar veislan er haldin og Lafðin kveikir kerti í fjarska og veisluborðinu er svo rennt inn á sviðið og þar voru einnig búningarnir mjög flottir. Í þessu atriði reynir hún allt hvað hún getur til þess að leyna og hylma yfir þá brjálsemi sem heltekið hefur bónda hennar. Hér er mikið úrvalslið leikara og leikstjórnin mjög leikaramiðuð. Það var hasar, það var blóð sem rann, það voru hugdettur um sjálfsfróun dyravarða, gjörnýting inn- og útgöngumöguleika, börn sem gáfu frá sér ýlfur og afhöggnir hausar í plastpokum. Eitt atriði var þó sérlega fallegt og unnið af næmni og það var þegar hin unga frú Macdöff, sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir lék, tyllir sér ásamt ungum syni sínum á sviðsbrúnina og þau spjalla um örlög föður hans. Það sem einkenndi sýninguna, fyrir utan hið nýtískulega form með skírskotun í öll okkar nútímastríð, var að þessar ungu persónur, Macbeth-hjónin, voru þannig upp máluð að auðvelt var að finna til samkenndar með þeim. Þýðing Þórarins Eldjárn var þjál og fullkomlega skiljanleg. Það er alveg sjálfsagt að hver kynslóð eða uppsetning þýði sinn Shakespeare, það verður bara að gæta þess að snilldarverk Matthíasar Jochumssonar og Helga Hálfdánarsonar hverfi ekki í gleymskunnar dá. Niðurstaða: Ágeng sýning og skiljanleg sem áhugafólk um stríð, frið og leikhús ættu ekki að láta framhjá sér fara. Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús. Macbeth. Höfundur: William Shakespeare. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Helstu hlutverk: Björn Thors, Margrét Vilhjálmsdóttir, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Friðrik Friðriksson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Hilmir Jensson, Hilmir Snær Guðnason, Jóhannes Haukur Jóhannsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Saga Garðarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Benedict Andrews. Stóra sviðið, Þjóðleikhúsinu. Frumsýning á einu merkasta verki leikhúsbókmenntanna í Þjóðleikhúsinu. Prúðbúið fólk fyllti salinn og voru margir fullir kvíða fyrir því sem koma skyldi. Óttinn hvarf nú líklega fljótlega því hinn heimsfrægi harmleikur um Macbeth-hjónin fangaði strax áhuga áhorfenda. Dunkan konungur verðlaunar Macbeth fyrir framgöngu hans á vígvellinum. Macbeth fréttir af þessari nafnbót þegar hann hittir heldur skringilegar kvenpersónur sem segja honum frá þessu þá er hann kemur úr stríði í fylgd vinar síns Bankó. Nornirnar á heiðinni voru hér einhvers konar ruslasöfnunarkerlingar og ein þeirra líklega strætishóra. Þær segja vinunum frá því að nafnbætur Macbeths verði fleiri og að hann verði einnig konungur. Söguna þarf nú vart að rekja hér enda svo oft sögð. Þegar Lafðin fær bréfið um upphefðina, les það og tjáir metnað sinn fyrir hönd bóndans, máske ein frægasta sena kvenpersónu leikbókmenntanna, kynnumst við fyrst þessari valdasjúku konu. Margrét Vilhjálmsdóttir fer með þetta fræga hlutverk á einstaklega næman máta. Hún er ekki eins og svo oft áður, uppskrúfuð eða yfirdramatiseruð heldur mjög trúverðug ung kona sem lætur stjórnast af metnaði og græðgi. Þegar þau hjónin myrða næturgestinn, konung Skotlands, til þess að sölsa undir sig hásætið og neyðast svo til þess að kála einnig vitnunum er eins og þau fari saman upp í rússíbana með endastöð í glötun. Leikurinn fór fram í leikmynd er líktist helst kassa, tákn tómleikans. Lýsingin einkenndist af ofurbirtu eins og til að sýna að engir skuggar eða skúmaskot gætu leynt glæp þeirra. Björn Thors fer með hlutverk Macbeths og skilaði því vel hvernig brjálsemin stigmagnast eftir því sem samviskan framkallar sýnir og rænir hann svefni og ró. Hér er brugðið á það ráð að sýna myndbandsupptökur af skjá, myndbandið tekið á staðnum og verður þetta til þess að hægt er að sýna andlit og nærmyndir eins og í kvikmyndum. Þetta var smart og áhrifaríkt en kannski aðeins of mikið notað. Pálmi Gestsson í fráhnepptri fjallaúlpu með skakka skrankórónu á hausnum ljáði kjánalegum einræðisherranum trúverðugt líf. Hilmir Snær Guðnason var frábær lifandi og dauður og bar framsögn hans af. Það var reyndar svolítið eins og bergmál í kassanum þannig að nokkur af gullkornunum heyrðust kannski ekki nógu vel. Eitt eftirminnilegasta atriðið er þegar veislan er haldin og Lafðin kveikir kerti í fjarska og veisluborðinu er svo rennt inn á sviðið og þar voru einnig búningarnir mjög flottir. Í þessu atriði reynir hún allt hvað hún getur til þess að leyna og hylma yfir þá brjálsemi sem heltekið hefur bónda hennar. Hér er mikið úrvalslið leikara og leikstjórnin mjög leikaramiðuð. Það var hasar, það var blóð sem rann, það voru hugdettur um sjálfsfróun dyravarða, gjörnýting inn- og útgöngumöguleika, börn sem gáfu frá sér ýlfur og afhöggnir hausar í plastpokum. Eitt atriði var þó sérlega fallegt og unnið af næmni og það var þegar hin unga frú Macdöff, sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir lék, tyllir sér ásamt ungum syni sínum á sviðsbrúnina og þau spjalla um örlög föður hans. Það sem einkenndi sýninguna, fyrir utan hið nýtískulega form með skírskotun í öll okkar nútímastríð, var að þessar ungu persónur, Macbeth-hjónin, voru þannig upp máluð að auðvelt var að finna til samkenndar með þeim. Þýðing Þórarins Eldjárn var þjál og fullkomlega skiljanleg. Það er alveg sjálfsagt að hver kynslóð eða uppsetning þýði sinn Shakespeare, það verður bara að gæta þess að snilldarverk Matthíasar Jochumssonar og Helga Hálfdánarsonar hverfi ekki í gleymskunnar dá. Niðurstaða: Ágeng sýning og skiljanleg sem áhugafólk um stríð, frið og leikhús ættu ekki að láta framhjá sér fara.
Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira