"Þegar það kemur að mínum mat þá nenni ég ekki að flækja hlutina og allt sem ég elda er mjög einfalt og fljótlegt," segir hún jafnframt.
Hér er uppskriftin að próteinpönnslu Margrétar:
3 eggjahvítur (má nota 2 heil egg líka)
1 skeið BSN Lean Dessert prótein sem fæst í Perform.is en ég nota Cinnamon Flavor bragðið.
Ein teskeið kanill.
Nokkrir vanillu dropar.
Hálfur bolli af haframjöli.
"Allt hrært saman í skál. Svo er líka hægt að henda þessu í blandara. Svo er þetta steikt á pönnu. Ég nota alltaf PAM sprey á pönnuna. Ég borða hana svona oft á morgnana en stundum fæ ég mér hana í millimál og þá sleppi ég höfrunum," segir Margrét.

