Sæstrengur gæti orðið áhrifamikil byggðaaðgerð Magnús Halldórsson skrifar 20. janúar 2013 19:37 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér. Klinkið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér.
Klinkið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira