Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 11:30 Ólafur Gränz lýsir einstakri lífsreynslu á Stöð 2 í kvöld. Hann var ásamt Hjálmari Guðnasyni á göngu austur á Heimaey þegar jörðin rifnaði upp fyrir framan þá. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira