Helgarmaturinn - Indversk kjúklingasúpa 8. febrúar 2013 11:00 Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class. Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag. Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Berglind Hreiðarsdóttir, mannauðsstjóri World Class, situr ekki auðum höndum í eldhúsinu en það vita allir sem til hennar þekkja. Hún deilir hér uppskrift að dásamlegri vetrarsúpu. Indversk kjúklingasúpa Fyrir sex Innihald:5-6 kjúklingabringur2-3 stk. sætar kartöflur2 stk. rauðar paprikur (skornar í ræmur)1 stk. púrrulaukur (skorinn í ræmur)3 stk. hvítlauksgeirar (saxaðir)1-3 msk. karrí3-4 msk. olía2 flöskur Heinz-chilisósa400 g rjómaostur5 dl matreiðslurjómi1 l vatn (jafnvel meira)Um 1 msk. rósmarínUm 2 msk. Eftirlæti hafmeyjunnar (Pottagaldrar)Um 1-2 teningar kjúklingakraftur Aðferð: Setjið vatn, chilisósurnar, rjómaost, rjóma, kjúklingakraft og krydd (rósmarín og Eftirlæti hafmeyjunnar) í pott og látið malla. Best er að rjómaosturinn bráðni alveg og svo má þynna súpuna með vatni ef hún þykir of þykk. Skerið þar á eftir sætu kartöflurnar í hæfilega stóra teninga og setjið út í súpuna, mallið áfram. Því næst eru paprika, púrrulaukur og hvítlaukur steikt upp úr karríi og olíu og bætt í pottinn. Þetta allt látið malla þar til kartöfluteningarnir verða mjúkir. Á meðan eru kjúklingabringurnar skornar í bita og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar og bætt við, látið malla áfram í um 10 mínútur og þá er súpan tilbúin. Frábært er að bera þessa súpu fram með naan-brauði eða öðru slíku. Eins og með margar súpur er þessi súpa alveg jafn góð, ef ekki betri, næsta dag.
Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira