Button fljótastur á fyrstu æfingum ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 5. febrúar 2013 16:47 Rosberg þurfti að stöðva bíl sinn í morgun vegna bilunar í rafkerfi. nordicphotos/afp McLaren-liðið í Formúlu 1 hóf undirbúningstímabilið á toppnum því Jenson Button ók langhraðast um Jerez-brautina á Spáni í dag. Hann fór 0,8 sekúndum hraðar en Mark Webber á Red Bull-bíl. Þó erfitt sé að fá mjög áreiðanlegar niðurstöður úr fyrstu æfingatímum ársins gefa þeir góða vísbendingu um hversu vel stödd liðin eru eftir hléið og vinnuna við teikniborðið. McLaren virðist standa þar vel að vígi. Mercedes-liðið er hins vegar ekki í eins góðum málum en Nico Rosberg náði aðeins að fara 14 hringi um brautina í dag því rafmagnsvandamál í nýja W04-bílnum urðu til þess að bílnum var lagt inni í bílskúr. Besti hringurinn hans sem skilaði honum áttunda besta tíma dagsins segir því lítið um hversu fljótur nýi bíllinn er. Marussia-liðið er jafnvel í enn meiri vandræðum því nýliðinn Max Chilton átti lélegasta tíma dagsins, fimm sekúndum hægari en Button og tveimur sekúndum hægari en aðalkeppinauturinn Giedo van der Garde á Caterham-bíl. Tæknimenn Marussia eiga því mikla vinnu fyrir höndum á næstu vikum. Pastor Maldonado var eini ökuþórinn í dag sem ók ársgömlum bíl en Williams-liðið mun ekki frumsýna nýjan keppnisbíl fyrr en 19. febrúar áður en æfingalota tvö hefst í Barcelona. Hann ók 84 hringi í Jerez í dag eða næst flesta á eftir Paul di Resta á Force India-bíl sem fór 89. Æfingarnar í Jerez halda áfram á morgun. Úrslit dagsinsÞað var eldur í bíl Rosbergs.nordicphotos/afpPÖkuþórLiðTímiBilHringir1ButtonMcLaren1:18,861 372WebberRed Bull1:19,7090,848733GrosjeanLotus1:19,7960,935544di RestaForce India1:20,3431,482895RicciardoToro Rosso1:20,4011,540706MassaFerrari1:21,0002,139647HulkenbergSauber1:20,6991,838798RosbergMercedes1:20,8461,985119MaldonadoWilliams1:20,8642,0038410vd GardeCaterham1:21,9153,0546411ChiltonMarussia1:24,1765,31529 Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren-liðið í Formúlu 1 hóf undirbúningstímabilið á toppnum því Jenson Button ók langhraðast um Jerez-brautina á Spáni í dag. Hann fór 0,8 sekúndum hraðar en Mark Webber á Red Bull-bíl. Þó erfitt sé að fá mjög áreiðanlegar niðurstöður úr fyrstu æfingatímum ársins gefa þeir góða vísbendingu um hversu vel stödd liðin eru eftir hléið og vinnuna við teikniborðið. McLaren virðist standa þar vel að vígi. Mercedes-liðið er hins vegar ekki í eins góðum málum en Nico Rosberg náði aðeins að fara 14 hringi um brautina í dag því rafmagnsvandamál í nýja W04-bílnum urðu til þess að bílnum var lagt inni í bílskúr. Besti hringurinn hans sem skilaði honum áttunda besta tíma dagsins segir því lítið um hversu fljótur nýi bíllinn er. Marussia-liðið er jafnvel í enn meiri vandræðum því nýliðinn Max Chilton átti lélegasta tíma dagsins, fimm sekúndum hægari en Button og tveimur sekúndum hægari en aðalkeppinauturinn Giedo van der Garde á Caterham-bíl. Tæknimenn Marussia eiga því mikla vinnu fyrir höndum á næstu vikum. Pastor Maldonado var eini ökuþórinn í dag sem ók ársgömlum bíl en Williams-liðið mun ekki frumsýna nýjan keppnisbíl fyrr en 19. febrúar áður en æfingalota tvö hefst í Barcelona. Hann ók 84 hringi í Jerez í dag eða næst flesta á eftir Paul di Resta á Force India-bíl sem fór 89. Æfingarnar í Jerez halda áfram á morgun. Úrslit dagsinsÞað var eldur í bíl Rosbergs.nordicphotos/afpPÖkuþórLiðTímiBilHringir1ButtonMcLaren1:18,861 372WebberRed Bull1:19,7090,848733GrosjeanLotus1:19,7960,935544di RestaForce India1:20,3431,482895RicciardoToro Rosso1:20,4011,540706MassaFerrari1:21,0002,139647HulkenbergSauber1:20,6991,838798RosbergMercedes1:20,8461,985119MaldonadoWilliams1:20,8642,0038410vd GardeCaterham1:21,9153,0546411ChiltonMarussia1:24,1765,31529
Formúla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti