NBA í nótt: Góður sigur Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2013 09:00 Andrew Bogut og David Lee fagna í leiknum í nótt. Mynd/AP Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar unnu Golden State og Oklahoma City góða sigra. Golden State hafði betur gegn Dallas á heimavelli, 100-97. Golden State hefur verið eitt af betri liðum deildarinnar í ár og hefur nú unnið þrjá leiki í röð, þrátt fyrir að leikstjórandinn Stephen Curry hafi misst af síðustu tveimur vegna meiðsla. Í fjarveru hans var Klay Thompson stigahæstur í liði Golden State með 27 stig. Þá átti David Lee frábæran leik en hann var með fimmtán stig, 20 fráköst og níu stoðsendingar. Golden State endurheimti einnig Andrew Bogut úr meiðslum og hann varði skot á mikilvægu augnabliki rétt fyrir leikslok. Þá var staðan 98-97 en Golden State fékk boltann og jók muninn í þrjú stig. Vince Carter fékk tækifæri til að jafna með erfiðu þriggja stiga skoti um leið og leiktíminn rann út en það geigaði. OJ Mayo var stigahæstur í liði Dallas með 25 stig. Carter var með 22 og Shawn Marion átján. Oklahoma City vann Memphis, 106-89, en þetta var fyrsti leikur síðarnefnda liðsins áður en Rudy Gay var skipt til Toronto Raptors. Sigur Oklahoma City var nokkuð öruggur en Memphis komst þó á ágætt skrið eftir að Russell Westbrook var settur á bekkinn í þriðja leikhluta. Westbrook náði ekki að hemja skap sitt og lét í ljós óánægju með liðsfélaga sína á vellinum, með þeim afleiðingum að þjálfarinn Scott Brooks tók hann af velli. "Þetta var bara smá samskiptavandamál," sagði Westbrook við fjölmiðla eftir leikinn en aðrir leikmenn Oklahoma City gerðu einnig lítið úr málinu eftir leik. Westbrook hvíldi í um átta mínútur áður en hann kom aftur inn á í fjórða leikhluta, en Oklahoma City náði að halda forystu sinni allt til leiksloka. Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma City með 27 stig.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira