Poppstjarna í KR sendir frá sér nýtt lag 11. febrúar 2013 17:45 Knattspyrnukappinn Guðmundur Reynir Gunnarsson í KR hefur tekið upp nýtt lag. Lagið ber heitið I don't know. Guðmundur Reynir, betur þekktur sem Mummi, sendi frá sér sína fyrstu plötu sumarið 2010. Platan hét Various Times in Johnny's Life en mesta athygli vakti lagið The Fire. Mummi, sem varð bikarmeistari með KR síðastliðið sumar, hefur getið sér gott orð á fjölmörgum sviðum. Hann spilar á píanó sem skipar stórt hlutverk í lögum kappans og þá þykir Mummi góður dansari.Mummi, í svartri og hvítri treyju KR, í baráttu við hin þaulreynda Daða Guðmundsson í Fram.Mummi stundar nám í Hagfræði við Háskóla Íslands en þaðan fór hann í skiptinám til Bandaríkjanna síðasta vetur. Ekki ómerkari háskóli en Harvard varð fyrir valinu þar sem Mummi stóð sig afar vel. Í viðtali árið 2010 var Mummi spurður út í fjölhæfni sína og hvort kalla mætti hann "fjölfræðing." "Fjölfræðingur er áhugaverður titill en eins og staðan er í dag þá er ég fótboltamaður. Ég get alls ekki skilgreint mig sem poppstjörnu núna en það væri auðvitað gaman ef það væri hægt einhvern tímann í framtíðinni. Þá get ég kannski kallað mig fjölfræðing," sagði Mummi í viðtali við fótboltasíðuna Sammarinn.com. Hægt er að hlusta á nýjasta lag Mumma í spilaranum hér fyrir ofan.Mummi á æfingu með hljómsveit sinni fyrir útgáfutónleika árið 2010. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Knattspyrnukappinn Guðmundur Reynir Gunnarsson í KR hefur tekið upp nýtt lag. Lagið ber heitið I don't know. Guðmundur Reynir, betur þekktur sem Mummi, sendi frá sér sína fyrstu plötu sumarið 2010. Platan hét Various Times in Johnny's Life en mesta athygli vakti lagið The Fire. Mummi, sem varð bikarmeistari með KR síðastliðið sumar, hefur getið sér gott orð á fjölmörgum sviðum. Hann spilar á píanó sem skipar stórt hlutverk í lögum kappans og þá þykir Mummi góður dansari.Mummi, í svartri og hvítri treyju KR, í baráttu við hin þaulreynda Daða Guðmundsson í Fram.Mummi stundar nám í Hagfræði við Háskóla Íslands en þaðan fór hann í skiptinám til Bandaríkjanna síðasta vetur. Ekki ómerkari háskóli en Harvard varð fyrir valinu þar sem Mummi stóð sig afar vel. Í viðtali árið 2010 var Mummi spurður út í fjölhæfni sína og hvort kalla mætti hann "fjölfræðing." "Fjölfræðingur er áhugaverður titill en eins og staðan er í dag þá er ég fótboltamaður. Ég get alls ekki skilgreint mig sem poppstjörnu núna en það væri auðvitað gaman ef það væri hægt einhvern tímann í framtíðinni. Þá get ég kannski kallað mig fjölfræðing," sagði Mummi í viðtali við fótboltasíðuna Sammarinn.com. Hægt er að hlusta á nýjasta lag Mumma í spilaranum hér fyrir ofan.Mummi á æfingu með hljómsveit sinni fyrir útgáfutónleika árið 2010.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira