Fischer-setrið líklegasta nafnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 13:34 Stefnt er að því að opna safnið í vor eða í síðasta lagi í sumar. „Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús. Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Það er unnið að fullu að undirbúningi, mikil fundarhöld og margir sem koma að þessu. Við erum með arkitekta, verkfræðinga, safnverði og fleira," segir Magnús Matthíasson formaður Skákfélags Selfoss. Skrifað var undir vilyrði að leigusamningi milli Skákfélags Selfoss og byggingarmeistarans Sigfúsar Kristinssonar síðastliðið sumar. Safnið verður staðsett á efri hæð Austurvegar 21. Upphaflega var stefnt að því að opna í byrjun mars en Magnús segir ljóst að svo verði ekki. Safnið muni þó opna í vor eða í síðasta lagi í sumar. Á safninu verða munir til sýnis úr einvígi Boris Spassky og Bobby Fischer í Reykjavík 1972, oft nefnt einvígi aldarinnar. Aðspurður hvernig gangi að safna munum segir Magnús: „Það hefur gengið ágætlega. Við höfum verið í samskiptum við stóra safnara á Íslandi sem og erlendis. Við höfum fengið vilyrði fyrir munum að láni og að gjöf líka. Það eru líka margir sem eiga verðmæta muni sem vilja mikla peninga fyrir þá," segir Magnús. Hann segist þó nokkuð sáttur með stöðu mála en vill þó ekki ræða frekar hvaða einstöku munir verði til sýnis. „Ég vil nú helst ekki gera það. Við erum í samningaviðræðum við þessa safnara og vil síður nefna sérstaka muni á þessu stigi," segir Magnús. Ekki hefur verið ákveðið formlega hvaða nafn safnið mun bera en eitt er þó líklegra en önnur. „Fischer setrið á selfossi er líklegast að það muni heita. Það er það nafn sem við í undirbúningsnefndinni höfum notað. Mér þykir það líklegast en það er samt ekki alveg pottþétt," segir Magnús. Bobby Fischer er sem kunnugt er jarðsettur í kirkjugarðinum í Laugardælum í grennd við Selfoss. Ferðamenn hafa sýnt grafreitnum mikinn áhuga. „Ég hef eftir fólki sem býr þarna í Laugardælum að það er stöðugur umferð þarna. Það koma nokkra bílar á hverjum einasta degi. Yfir sumartímann koma lágmark ein eða tvær rútur daglega þannig að áhuginn er gríðarlega mikill," segir Magnús.
Árborg Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira