Þrýsta enn á byggingu skíðahúss Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. febrúar 2013 15:14 Tölvulíkan af skíðahúsi í hlíðum Úlfarsfells. Skjáskot úr myndbandi Skíðasambandsins. Skíðasamband Íslands setti myndband inn á Youtube í dag þar sem ferðast er um tölvulíkan af glæsilegu skíðahúsi í Úlfarsfelli. Myndbandið er reyndar rúmlega fimm ára gamalt, en Helgi Geirharðsson, formaður mannvirkjanefndar Skíðasambands Íslands, segir sambandið vilja vekja athygli á að fullur áhugi sé enn fyrir verkefninu. „Á árunum 2005 til 2007 vorum við að velta fyrir okkur hugmyndum um hvernig hægt væri að búa til varanlega aðstöðu fyrir skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu, en eins og sést hefur á vosbúðinni hér sunnan heiða til dæmis bara seinasta mánuðinn, þá er mjög erfitt að stunda þessa íþrótt." Tölvulíkanið sýnir glæsilega byggingu í hlíðum Úlfarsfells með 800 metra langri inniskíðabraut, stólalyftu, veitingastöðum, ísklifurvegg og snjóbrettagarði. Lengd skíðabrautarinnar er sambærileg Kóngsgilinu í Bláfjöllum og 180 metra lækkun frá byrjun til enda brautarinnar, sem er sextíu metrar þar sem hún er breiðust. „Við sáum að víða erlendis voru menn byrjaðir að byggja svona hús, og þó okkur hafi þótt þetta skrýtið í upphafi sáum við fljótlega að þetta væri alls ekki óraunhæft," segir Helgi, en að hans sögn er Úlfarsfellið eitt albesta fjall sem hægt er að finna í verkefni af þessu tagi. „Myndbandið var búið til af arkitekt og tilbúið árið 2007. Við gerðum kostnaðaráætlun og þá var haft í huga að þetta yrði verkefni fyrir fjárfesta, innlenda eða erlenda, en að borgin myndi í raun ánafna Skíðasambandinu lóðina fyrir verkefnið. Það væri sjálfstætt skíðahús í rekstri á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega með samninga mögulega við sveitarfélögin um íþróttaiðkun barna og fleira í þeim dúr."Heit kartafla Helgi segir borgarstjórn hafa tekið vel í hugmyndina þegar hún var sett fram árið 2007. „Sjálfstæðisflokkurinn var þá við völd en fljótlega eftir það tók við þessi rússíbani borgarstjóraskipta sem menn muna kannski eftir, og þá var bara hreinlega ekkert hægt að ræða við borgina um þessa lóð. Það gat enginn tekið ákvörðun og það hefur enginn tekið ákvörðun um þessa lóð ennþá, þrátt fyrir að við höfum reynt að ítreka þessa umsókn sem lögð var fram formlega. Þetta hefur verið einhvers konar heit kartafla og menn hafa í raun aldrei svarað þessu, hvorki neitandi né játandi." Myndbandið var að sögn Helga, sett inn á ný til þess að reyna að halda málinu til streitu og sjá hvort nýr farvegur myndist fyrir hugmyndinni. „Menn eru búnir að jafna sig á hruninu og átta sig á að það er kannski bara allt í lagi að hefja einhverjar framkvæmdir, sér í lagi ef þær eru arðbærar á sviði ferðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg." Helgi segir Skíðasambandið ekki hafa náð áheyrn núverandi borgarstjóra, en verið sé að vinna í því að flytja hugmyndina til hans.Inniskíðabraut í Dubai.Mynd/GettyRaunhæfur kostur Skíðahúsið er raunhæfur kostur að mati Helga og kostnaður segir hann að sé á við tvö fótboltahús. „Ég myndi segja að þetta væri sambærileg fjárfesting og Egilshöll eins og hún er, og kosti þá kannski í kringum tvo og hálfan til þrjá milljarða með öllum búnaði sem til þarf," segir Helgi, og nefnir þá skíðalyftur og snjóvélar sem dæmi. „Það er sambærilegt hús í Hollandi, breiðara en helmingi styttra, en sambærilegt engu að síður að mörgu leyti varðandi afkastagetu á lyftum. Það lokar þegar 1300 manns eru komnir á snjó. Svo eru kannski hátt í tvö þúsund á veitingastöðum og við aðra iðju." Skíðasvæði Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Skíðasamband Íslands setti myndband inn á Youtube í dag þar sem ferðast er um tölvulíkan af glæsilegu skíðahúsi í Úlfarsfelli. Myndbandið er reyndar rúmlega fimm ára gamalt, en Helgi Geirharðsson, formaður mannvirkjanefndar Skíðasambands Íslands, segir sambandið vilja vekja athygli á að fullur áhugi sé enn fyrir verkefninu. „Á árunum 2005 til 2007 vorum við að velta fyrir okkur hugmyndum um hvernig hægt væri að búa til varanlega aðstöðu fyrir skíðafólk á höfuðborgarsvæðinu, en eins og sést hefur á vosbúðinni hér sunnan heiða til dæmis bara seinasta mánuðinn, þá er mjög erfitt að stunda þessa íþrótt." Tölvulíkanið sýnir glæsilega byggingu í hlíðum Úlfarsfells með 800 metra langri inniskíðabraut, stólalyftu, veitingastöðum, ísklifurvegg og snjóbrettagarði. Lengd skíðabrautarinnar er sambærileg Kóngsgilinu í Bláfjöllum og 180 metra lækkun frá byrjun til enda brautarinnar, sem er sextíu metrar þar sem hún er breiðust. „Við sáum að víða erlendis voru menn byrjaðir að byggja svona hús, og þó okkur hafi þótt þetta skrýtið í upphafi sáum við fljótlega að þetta væri alls ekki óraunhæft," segir Helgi, en að hans sögn er Úlfarsfellið eitt albesta fjall sem hægt er að finna í verkefni af þessu tagi. „Myndbandið var búið til af arkitekt og tilbúið árið 2007. Við gerðum kostnaðaráætlun og þá var haft í huga að þetta yrði verkefni fyrir fjárfesta, innlenda eða erlenda, en að borgin myndi í raun ánafna Skíðasambandinu lóðina fyrir verkefnið. Það væri sjálfstætt skíðahús í rekstri á höfuðborgarsvæðinu og væntanlega með samninga mögulega við sveitarfélögin um íþróttaiðkun barna og fleira í þeim dúr."Heit kartafla Helgi segir borgarstjórn hafa tekið vel í hugmyndina þegar hún var sett fram árið 2007. „Sjálfstæðisflokkurinn var þá við völd en fljótlega eftir það tók við þessi rússíbani borgarstjóraskipta sem menn muna kannski eftir, og þá var bara hreinlega ekkert hægt að ræða við borgina um þessa lóð. Það gat enginn tekið ákvörðun og það hefur enginn tekið ákvörðun um þessa lóð ennþá, þrátt fyrir að við höfum reynt að ítreka þessa umsókn sem lögð var fram formlega. Þetta hefur verið einhvers konar heit kartafla og menn hafa í raun aldrei svarað þessu, hvorki neitandi né játandi." Myndbandið var að sögn Helga, sett inn á ný til þess að reyna að halda málinu til streitu og sjá hvort nýr farvegur myndist fyrir hugmyndinni. „Menn eru búnir að jafna sig á hruninu og átta sig á að það er kannski bara allt í lagi að hefja einhverjar framkvæmdir, sér í lagi ef þær eru arðbærar á sviði ferðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg." Helgi segir Skíðasambandið ekki hafa náð áheyrn núverandi borgarstjóra, en verið sé að vinna í því að flytja hugmyndina til hans.Inniskíðabraut í Dubai.Mynd/GettyRaunhæfur kostur Skíðahúsið er raunhæfur kostur að mati Helga og kostnaður segir hann að sé á við tvö fótboltahús. „Ég myndi segja að þetta væri sambærileg fjárfesting og Egilshöll eins og hún er, og kosti þá kannski í kringum tvo og hálfan til þrjá milljarða með öllum búnaði sem til þarf," segir Helgi, og nefnir þá skíðalyftur og snjóvélar sem dæmi. „Það er sambærilegt hús í Hollandi, breiðara en helmingi styttra, en sambærilegt engu að síður að mörgu leyti varðandi afkastagetu á lyftum. Það lokar þegar 1300 manns eru komnir á snjó. Svo eru kannski hátt í tvö þúsund á veitingastöðum og við aðra iðju."
Skíðasvæði Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira