Forréttindi að ala börnin upp í sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2013 21:25 Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent