Forréttindi að ala börnin upp í sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2013 21:25 Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Sveitabæir í Hnappadal og skóli sveitarinnar, Laugagerðisskóli, voru heimsóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Hundatamning á bænum Dalsmynni og sónarskoðun sauðfjár á bænum Ystu-Görðum var meðal þess sem áhorfendur fengu að kynnast. Einnig var fjallað um kynslóðaskipti í sveitum og rætt við ungt fólk sem tekið hefur við búskap og unga heimasætu sem dreymir um að verða sauðfjárbóndi. „Þetta er það sem maður óskar sér, að geta alið börnin sín upp í sveit. Bara gríðarleg forréttindi," sagði Guðný Linda Gísladóttir úr Grundarfirði, sem nú er orðin bóndi í Dalsmynni ásamt manni sínum, Atla Sveini Svanssyni. Þau eiga tvö ung börn og reka búið með foreldrum Atla Sveins, þeim Svani Guðmundssyni og Höllu Guðmundsdóttur, en Halla er jafnframt kennari í Laugagerðisskóla. Kýrnar eru aðalbústofnininn en í Dalsmynni eru einnig kindur, hestar og hænsn og ræktun og tamning smalahunda er aukabúgrein sem Svanur hefur komið sér upp. Hann hefur í fimmtán ár tamið smalahunda, og rakað inn verðlaunum, og í þættinum sýndi hann hvernig góðir hundar gagnast bændum við smölun. Á Ystu-Görðum búa þau Andrés Ölversson og Þóra Sif Kópsdóttir ásamt þremur börnum og yfir þúsund fjár, - og til þeirra var mættur bóndi úr Dölum, með sónartæki, Guðbrandur Þorkelsson, til að telja fóstrin í ánum. Þar á bæ vakti einnig athygli að kindurnar fá kavíar og síld að éta og 18 ára dóttir, Ragnhildur Andrésdóttir, lýsti framtíðardraumum sínum um að vera með kindur í þessari fögru sveit. Skóli sveitarinnar í Laugagerði er með þeim fámennustu á landinu. Rekstur skólans er dýr fyrir sveitarfélagið og uggur meðal íbúanna um framtíð hans, sem virðast þó staðráðnir í að verja skólann. Í veglegum byggingum með heimavist voru 120 nemendur á blómaskeiði skólans en nú eru 23 börn í grunnskólanum og 8 börn í leikskóla. Þar finnst heitt vatn í jörðu sem nýtist sundlaug og til húsahitunar og þaðan liggur hitaveita til nærliggjandi sveitabæja. Hreppsbúar leggja metnað sinn í að hlúa að skólastarfinu og Kristín Björk Guðmundsdóttir skólastjóri lýsir bjartsýni um framtíðina í Hnappadal. Hún segist hafa fulla trú á því að unga fólkið snúi aftur í sveitina og samfélagið eigi eftir að blómstra. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan.
Eyja- og Miklaholtshreppur Um land allt Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira