Fótbolti

Valur vann fyrir norðan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matarr Jobe í leik með Val síðastliðið sumar.
Matarr Jobe í leik með Val síðastliðið sumar. Mynd/Stefán
Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag. Valsmenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar þar sem þeir unnu 4-0 sigur á Völsungi í Boganum.

Matarr Jobe, Arnar Sveinn Geirsson, Þórir Guðjónsson og Kristinn Freyr Sigurðsson skoruðu mörk Valsmanna í leiknum. Valur komst með sigrinum á topp 2. riðils en liðið er með tólf stig að loknum fimm leikjum. Völsungur er í neðsta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki.

Þá gerðu Haukar og KF jafntefli, 3-3. Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Sævarsson og Magnús Páll Gunnarsson skoruðu mörk Hauka en Kristinn Þór Rósbergsson skoraði tvö marka KF og Teitur Pétursson eitt.

Þessi tvö lið eru í tveimur neðstu sætum 3. riðils Lengjubikarsins. Haukar eru með þrjú stig eftir sex leiki en þetta var fyrsta stig KF sem hefur spilað þrjá leiki.

Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×