Körfubolti

NBA: Wizards fór létt með Phoenix Suns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martell Webster með Wizards í nótt.
Martell Webster með Wizards í nótt. Mynd. / Getty Images
Sex leikir fóru fram NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Washington Wizards á Phoenix Suns 127-105 í Washington.

Suns byrjuðu leikinn betur og höfðu yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta en þá var komið að drengjunum frá Washington sem keyrði heldur betur upp tempóið og unnu að lokum öruggan 22 stiga sigur 127-105.

Martell Webster var atkvæðamestur í liði Wizards með 34 stig. San Antonio Spurs vann fínan sigur á Cleveland Cavaliers 119-113 en leikurinn var nokkuð jafn nánast allan tímann en það voru heimamenn sem héldu út undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Reynsluboltinn Tim Duncan var magnaður í leiknum og skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir Spurs.

San Antonio Spurs er sem fyrr í efsta sæti Vesturdeildarinnar og eru til alls líklegir í úrslitakeppninni.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:

Phoenix Suns - Washington Wizards 105-127

Charlotte Bobcats - Boston Celtics 88-105

Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 91-98

Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 113-119

Memphis Grizzlies - Utha Jazz - 84-90

Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 101-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×