Óhugnanleg áhrif laxeldis í sjó? Trausti Hafliðason skrifar 13. mars 2013 01:45 Laxinn er mikilvæg undirstaða í líffríki Bresku Kólumbíu í Kanada. Skjámynd / Salmon Confidential Ný kanadísk heimildarmynd dregur upp áhugaverða en um leið óhugnanlega mynd af mögulegum áhrifum laxeldis í sjó á villta laxa. Hægt er að horfa á myndina, sem nefnist Salmon Confidential, hér fyrir neðan. Í myndinni er fjallað um áhrif laxeldis í sjó á villta laxastofna í Bresku Kólumbíu, vestasta fylki Kanada. Fylgt er eftir rannsóknum kanadíska sjávarlíffræðingsins Alexöndru Morton en hún var fyrst og fremst þekkt fyrir rannsóknir sínar á háhyrningum áður en hún sneri sér alfarið að rannsóknum á villta laxastofninum í Bresku Kólumbíu, nánar tiltekið í Frasier-ánni, sem er sú lengsta í fylkinu. Frasier-áin er gríðarlega mikið vatnakerfi enda um 1.400 kílómetra löng. Ríflega 100 laxeldisstöðvar eru í Bresku Kólumbíu. Frá 1990 hefur sockeye-laxastofninn svo gott sem hrunið.Þrír sjúkdómar herja á villta laxinn Í myndinni eru færð rök fyrir því að meginorsakir hrunsins séu sjúkdómar sem berast frá sjókvíaeldi á laxi. Greint er frá því að þrír sjúkdómar, sem lagst hafa af fullum þunga á lax í sjókvíum víða um heim, herji nú á villta laxinn í Frasier-ánni. Þessir sjúkdómar eru ISA-vírusinn (Infectious Salmon Anemia), en hann hefur verið þekktur síðan árið 1984 þegar hann greindist í Noregi. Þessi vírus gerði nánast algjörlega út af við laxeldi í Chile fyrir nokkrum árum. Salmon Alphavirus (SAV), en þessu vírus fannst fyrst í löxum við Írland árið 1995 og hefur verið skæður í Noregi og að lokum Piscine Reavirus (PRV).Reynt að hylma yfir Alexendra Morton leiðir grasrótarhreyfingu sem hefur það meginmarkmið að vernda villta laxastofna í Bresku Kólumbíu. Í myndinni er það beinlínis fullyrt að kanadísk stjórnvöld hafi reynt að hylma yfir vandann þar sem gríðarlegir fjárhagslegir hagsmundir séu í húfi fyrir laxeldisfyrirtækin. Kanadíska matvælaeftirlitið (Canadian Food Inspection Agency eða CFIA) hafi til að mynda gefið út yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem fram hafi komið að ISA-vírusinn hafi ekki fundist í laxi í Frasier-ánni. Þetta er áhugavert, ekki síst fyrir það að í myndinni kemur fram að rannsóknarstofa CFIA, var sú eina af fjórum rannsóknarstofum sem ekki fann ISA-vírusinn í sínum sýnum. Grasrótarsamtök Alexöndru sendu sýni til Dr. Are Nylund í Háskólanum í Bergen, Dr. Fred Kibenge, hjá World Organization for Animal Health og eina aðra kanadíska rannsóknarstofu. Allar þessar þrjár rannsóknarstofur fundu ISA-vírusinn.Einn stofn dafnar vel Í heimildarmyndinni kemur fram að rannsóknarstofa Kanadíska matvælaeftirlitsins hafi ekki skoðað sýni frá þeim stöðum þar sem þéttleiki laxeldisstöðva er hvað mestur. Það sem meira er að Alexandra fór í matvöruverslanir í Kanada þar sem hún keypti lax, sem alinn hafði verið í sjókvíum í Frasier-vatnakerfinu, og sendi sýni úr þeim til rannsóknarstofa. ISA-vírusinn fannst í nokkrum þessara sýna. Í Frasier-ánni eru nokkrir laxastofnar og í myndinni kemur fram að eini stofninn sem sé að vaxa sé sá sem gengur upp og niður úr vatnakerfinu á svæði þar sem ekkert laxeldi sé, engar sjókvíar. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði
Ný kanadísk heimildarmynd dregur upp áhugaverða en um leið óhugnanlega mynd af mögulegum áhrifum laxeldis í sjó á villta laxa. Hægt er að horfa á myndina, sem nefnist Salmon Confidential, hér fyrir neðan. Í myndinni er fjallað um áhrif laxeldis í sjó á villta laxastofna í Bresku Kólumbíu, vestasta fylki Kanada. Fylgt er eftir rannsóknum kanadíska sjávarlíffræðingsins Alexöndru Morton en hún var fyrst og fremst þekkt fyrir rannsóknir sínar á háhyrningum áður en hún sneri sér alfarið að rannsóknum á villta laxastofninum í Bresku Kólumbíu, nánar tiltekið í Frasier-ánni, sem er sú lengsta í fylkinu. Frasier-áin er gríðarlega mikið vatnakerfi enda um 1.400 kílómetra löng. Ríflega 100 laxeldisstöðvar eru í Bresku Kólumbíu. Frá 1990 hefur sockeye-laxastofninn svo gott sem hrunið.Þrír sjúkdómar herja á villta laxinn Í myndinni eru færð rök fyrir því að meginorsakir hrunsins séu sjúkdómar sem berast frá sjókvíaeldi á laxi. Greint er frá því að þrír sjúkdómar, sem lagst hafa af fullum þunga á lax í sjókvíum víða um heim, herji nú á villta laxinn í Frasier-ánni. Þessir sjúkdómar eru ISA-vírusinn (Infectious Salmon Anemia), en hann hefur verið þekktur síðan árið 1984 þegar hann greindist í Noregi. Þessi vírus gerði nánast algjörlega út af við laxeldi í Chile fyrir nokkrum árum. Salmon Alphavirus (SAV), en þessu vírus fannst fyrst í löxum við Írland árið 1995 og hefur verið skæður í Noregi og að lokum Piscine Reavirus (PRV).Reynt að hylma yfir Alexendra Morton leiðir grasrótarhreyfingu sem hefur það meginmarkmið að vernda villta laxastofna í Bresku Kólumbíu. Í myndinni er það beinlínis fullyrt að kanadísk stjórnvöld hafi reynt að hylma yfir vandann þar sem gríðarlegir fjárhagslegir hagsmundir séu í húfi fyrir laxeldisfyrirtækin. Kanadíska matvælaeftirlitið (Canadian Food Inspection Agency eða CFIA) hafi til að mynda gefið út yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem fram hafi komið að ISA-vírusinn hafi ekki fundist í laxi í Frasier-ánni. Þetta er áhugavert, ekki síst fyrir það að í myndinni kemur fram að rannsóknarstofa CFIA, var sú eina af fjórum rannsóknarstofum sem ekki fann ISA-vírusinn í sínum sýnum. Grasrótarsamtök Alexöndru sendu sýni til Dr. Are Nylund í Háskólanum í Bergen, Dr. Fred Kibenge, hjá World Organization for Animal Health og eina aðra kanadíska rannsóknarstofu. Allar þessar þrjár rannsóknarstofur fundu ISA-vírusinn.Einn stofn dafnar vel Í heimildarmyndinni kemur fram að rannsóknarstofa Kanadíska matvælaeftirlitsins hafi ekki skoðað sýni frá þeim stöðum þar sem þéttleiki laxeldisstöðva er hvað mestur. Það sem meira er að Alexandra fór í matvöruverslanir í Kanada þar sem hún keypti lax, sem alinn hafði verið í sjókvíum í Frasier-vatnakerfinu, og sendi sýni úr þeim til rannsóknarstofa. ISA-vírusinn fannst í nokkrum þessara sýna. Í Frasier-ánni eru nokkrir laxastofnar og í myndinni kemur fram að eini stofninn sem sé að vaxa sé sá sem gengur upp og niður úr vatnakerfinu á svæði þar sem ekkert laxeldi sé, engar sjókvíar. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði