NBA í nótt: Átján sigrar Miami í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2013 09:00 Chris Bosh og Mario Chalmers í leiknum í nótt. Mynd / AP Sigurganga Miami er nú orðin sjöunda lengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinnar en liðið vann sinn átjánda leik í röð í nótt. Miami vann Indiana, 105-91, en með honum er Miami búið að vinna öll lið NBA-deildarinnar þetta tímabilið. Liðið hefur unnið alls 47 af 61 leik sínum í vetur og er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni. San Antonio og Oklahoma City, sem leika bæði í Vesturdeildinni, eru þó ekki langt undan. Mario Chalmers skoraði 26 stig í leiknum í nótt og Chris Bosh 24. LeBron James skoraði aðeins þrettán stig sem er lægsta stigaskor vetrarins hjá honum. David West skoraði 24 stig, þar af sautján í fyrri hálfleik. Indiana er í þriðja sæti Austurdeildarinnar, þar sem Miami er með örugga forystu á toppnum. LA Lakers vann Chicago, 90-81, og komst þar með upp í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Efstu átta liðin komast í úrslitakeppnina í vor en Lakers hefur lengst af verið utan þess hóps á tímabilinu. Dwight Howard skoraði sextán stig og tók 21 fráköst í leiknum. Kobe Bryant var með nítján stig, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Nate Robinson var með nítján stig og Joakim Noah átján stig og sautján fráköst. Oklahoma City vann Boston, 91-79, þar sem Kevin Durant var með 23 stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð. LA Clippers er líka á góðu skriði en liðið vann Detroit í nótt, 129-97. Blake Griffin var með 22 stig en þetta var tíundi sigur Clippers í síðustu þrettán leikjum liðsins.Úrslit næturinnar: Oklahoma City - Boston 91-79 LA Lakers - Chicago 90-81 Toronto - Cleveland 100-96 Orlando - Philadelphia 99-91 Miami - Indiana 105-91 New Orleans - Portland 98-96 Minnesota - Dallas 77-100 Sacramento - Milwaukee 113-115 LA Clippers - Detroit 129-97 NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Sigurganga Miami er nú orðin sjöunda lengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinnar en liðið vann sinn átjánda leik í röð í nótt. Miami vann Indiana, 105-91, en með honum er Miami búið að vinna öll lið NBA-deildarinnar þetta tímabilið. Liðið hefur unnið alls 47 af 61 leik sínum í vetur og er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni. San Antonio og Oklahoma City, sem leika bæði í Vesturdeildinni, eru þó ekki langt undan. Mario Chalmers skoraði 26 stig í leiknum í nótt og Chris Bosh 24. LeBron James skoraði aðeins þrettán stig sem er lægsta stigaskor vetrarins hjá honum. David West skoraði 24 stig, þar af sautján í fyrri hálfleik. Indiana er í þriðja sæti Austurdeildarinnar, þar sem Miami er með örugga forystu á toppnum. LA Lakers vann Chicago, 90-81, og komst þar með upp í áttunda sæti Vesturdeildarinnar. Efstu átta liðin komast í úrslitakeppnina í vor en Lakers hefur lengst af verið utan þess hóps á tímabilinu. Dwight Howard skoraði sextán stig og tók 21 fráköst í leiknum. Kobe Bryant var með nítján stig, níu stoðsendingar og sjö fráköst. Nate Robinson var með nítján stig og Joakim Noah átján stig og sautján fráköst. Oklahoma City vann Boston, 91-79, þar sem Kevin Durant var með 23 stig og ellefu fráköst. Þetta var fimmti sigur Oklahoma City í röð. LA Clippers er líka á góðu skriði en liðið vann Detroit í nótt, 129-97. Blake Griffin var með 22 stig en þetta var tíundi sigur Clippers í síðustu þrettán leikjum liðsins.Úrslit næturinnar: Oklahoma City - Boston 91-79 LA Lakers - Chicago 90-81 Toronto - Cleveland 100-96 Orlando - Philadelphia 99-91 Miami - Indiana 105-91 New Orleans - Portland 98-96 Minnesota - Dallas 77-100 Sacramento - Milwaukee 113-115 LA Clippers - Detroit 129-97
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira