Körfubolti

LeBron og félagar í beinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
"Fuglamaðurinn“ Chris Andersen kom til Miami á miðju tímabili. Síðan þá hefur liðið unnið 29 af 30 leikjum sínum.
"Fuglamaðurinn“ Chris Andersen kom til Miami á miðju tímabili. Síðan þá hefur liðið unnið 29 af 30 leikjum sínum. Nordic Photos / Getty Images
Miami Heat getur í kvöld unnið sinn 28. leik í röð í NBA-deildinni en liðið mætir þá Chicago Bulls á útivelli. Leikurinn hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Sigurganga Miami er næstlengsta í sögu deildarinnar en liðið hefur ekki tapað leik síðan 1. febrúar.

LeBron James hefur verið frábær í vetur og skotnýting hans hefur farið undir 50 prósent í aðeins fjórum af þessum 27 sigurleikjum Miami.

Chicago virðist þó vera með ágætt tak á Miami en liðið hefur unnið alls sjö af fjórtán leikjum liðanna síðan að James og Chris Bosh gengu til liðs við Miami.

Chicago er þar að auki eitt fárra liða sem hefur unnið Miami á útivelli í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×