Körfubolti

Pat Riley vill ekki storka neinum örlögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pat Riley, forseti Miami Heat, lék með Los Angeles Lakers fyrir 40 árum.
Pat Riley, forseti Miami Heat, lék með Los Angeles Lakers fyrir 40 árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Pat Riley, forseti Miami Heat, er í sérstakri stöðu nú þegar Miami Heat liðið er að elta met Los Angeles Lakers frá 1971-72 yfir flesta sigurleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta. Riley var nefnilega einn af leikmönnum Lakers-liðsins fyrir rúmum 40 árum síðan.

Pat Riley hefur ekkert tjáð sig um sigurgönguna eða samanburð á þessum tveimur liðum þrátt fyrir mikinn áhuga bandarískra fjölmiðlamanna til að heyra álit hans. Það var einmitt hann sem setti saman liðið sem varð meistari síðasta sumar og er nú komið upp í 2. sæti á listanum yfir flesta sigra í röð í NBA-sögunni.

Tim Donovan, talsmaður Miami Heat, tilkynnti fjölmiðlamönnum það fyrir síðasta leik liðsins þar sem Miami vann sinn 27. sigur í röð, að Riley vildi ekki tjá sig sigurgönguna því að hann væri hræddur um að trufla liðið. Met Lakers voru 33 sigurleikir í röð en Miami vantar enn sex sigra í viðbót til að jafna það.

Næsti leikur Miami er á útivelli á móti Chicago Bulls í kvöld en það verður mjög erfiður leikur fyrir Lebron James og félaga enda á útivelli á móti sterku frákasta- og varnarliði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×