„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. mars 2013 16:07 Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag. Kosningar 2013 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag.
Kosningar 2013 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent