Handbolti

"Ég verð þjálfari Volda"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn messar yfir sínum mönnum í HK.
Kristinn messar yfir sínum mönnum í HK.
Kristinn Guðmundsson tekur við þjálfun norska kvennaliðsins Volda sem leikur í þriðju efstu deild. Liðið gæti þó tryggt sér sæti í b-deildinni á næstu dögum þegar sex lið berjast um þrjú laus sæti í umspili.

„Ég er ekki búinn að semja en þetta er samt klárt," segir Kristinn í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kristinn, sem gerði karlalið HK að Íslandsmeisturum síðastliðið vor, segist hafa langað að prófa nýtt umhverfi.

„Ég kýs bara Framsókn og flý svo land," segir Kristinn á léttu nótunum við Morgunblaðið. Hann telur góðar líkur á því að Volda tryggi sér sæti í b-deildinni í umspilinu sem framundan er.

Kristinn mun skrifa undir þriggja ára samning við Volda. Hann verður þó þjálfari HK út samning sinn sem lýkur þann 1. júní.

HK-ingar leita nú að arftaka Kristins en auk hans hefur aðstoðarmaður hans í vetur, Vilhelm Gauti Bergsveinsson, lagt leikmanna- og þjálfaraskóna á hilluna.


Tengdar fréttir

Kristinn og Vilhelm segja bless

Kristinn Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá HK, mun láta af störfum hjá félaginu. Reiknað er með því að Kristinn þjálfi norska kvennaliðið Volda á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×