Handbolti

Snorri Steinn: Styrkur að vinna þá tvisvar án þess að vera ánægður með leik sinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
„Þetta var alvöru leikur. Slóvenar eru með frábært lið eins og þeir sýndu í janúar. Við vorum lengi í gang og komumst kannski aldrei almennilega í gang," sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn í dag.

Ég veit ekki hvort vörnin var slök en þeir náðu sér ekki almennilega á strik í markinu eins og þeir best geta en við fengum tvö stig og getum ekki beðið um meira.

„Það er styrkur að vinna þá tvisvar og vera ekki ánægður með sinn leik. Það hlýtur að þýða að við séum mjög góðir. Þetta er mjög jákvætt og það er frábært að vera búnir að tryggja sætið á EM.

„Við viljum alltaf vinna riðilinn, það skiptir miklu máli fyrir framhaldið og svo má hugsanlega nýta leikina sem eftir eru til að breikka hópinn og gefa þeim sem hafa minna fengið að spila tækifæri," sagði Snorri Steinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×