NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2013 11:00 Andre Iguodala. Mynd/AP Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114 NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.Corey Brewer kom með 22 stig inn af bekknum og Wilson Chandler var mepð 21 stig þegar Denver Nuggets vann 132-114 sigur á Houston Rockets og fagnaði með því tuttugasta heimasigri sínum í röð. Denver lék þó án leikstjórnandans og stigahæsta leikmanns síns, Ty Lawson, sem og að Ítalinn Danilo Gallinari er með slitið krossband. Andre Iguodala (18 stig og 14 stoðsendingar) og Andre Miller (11 stig og 12 stoðsendingar) spiluðu upp félaga sína en Denver hefur nú unnið 35 af 38 heimaleikjum sínum á tímabilinu.LeBron James var ekki búinn að vera með í síðustu þremur leikjum Miami Heat en skoraði 27 stig á 31 mínútu þegar Miami vann 106-87 sigur á Philadelphia 76ers. Rashard Lewis skoraði 14 stig, Norris Cole var með 13 stig og Chris Andersen tók 15 fráköst. Chris Bosh og Dwyane Wade léku ekki með Miami í leiknum.Rick Adelman stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn þegar Minnesota Timberwolves vann 107-101 sigur á Detroit Pistons. Nikola Pekovic var með 20 stig og 13 fráköst og J.J. Barea skoraði 20 stig. Adelman vann sinn fyrsta leik sem þjálfari 26. febrúar 1989 sem þjálfari Portland Trailblazers en hefur síðan þjálfað Golden State Warroirs, Sacramento Kings, Houston Rockets og loks Minnesota Timberwolves. Adelman hefur nú unnið 1000 leiki og tapað 703 á 22 ára þjálfaraferli sínum í NBA en auk hans eru meðlimir í þúsund sigra klúbbnum; Don Nelson, Lenny Wilkens, Pat Riley, Phil Jackson, Jerry Sloan, Larry Brown og George Karl.Tim Duncan sá til þess að San Antonio Spurs vann 99-97 á Atlanta Hawks með því að skora 31 stig, taka 14 fráköst og verja 4 skot. Kawhi Leonard skoraði 23 stig fyrir Spurs-liðið sem lék án þeirra Tony Parker og Manu Ginobili. "Tim Duncan bjargaði okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leikinn.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 104-85 Brooklyn Nets - Charlotte Bobcats 105-96 Miami Heat - Philadelphia 76Ers 106-88 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 107-101 Milwaukee Bucks - Toronto Raptors 100-83 San Antonio Spurs - Atlanta Hawks 99-97 Denver Nuggets - Houston Rockets 132-114
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira