Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. apríl 2013 13:04 Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi. Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi.
Kosningar 2013 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira