Þrýstingur á að Bjarni fari frá Karen Kjartansdóttir skrifar 4. apríl 2013 12:46 Oddvitar stærstu flokkanna, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins." Kosningar 2013 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er í röðum Sjálfstæðismanna um að Bjarni Benediktsson víki til hliðar og láti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að leiða kosningabaráttuna. Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi flokksins segir hins vegar sögur um að Bjarni eigi að víkja til hliðar ekki trúverðugar. Sjálfstæðimenn leita leiða til að byggja upp traust á flokknum fyrir kosningar og hefur mikið verið fundað innan flokksins síðustu daga til að ákveða hvernig best sé að haga kosningabaráttunni. Einhverjir hafa rætt um að réttast væri að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar og að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, yrði falið að leiða flokkinn fram að kosningum. Þau skipti yrðu þá svipuð og urðu í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1994. Þá sagði Markús Örn Antonsson af sér sem borgarstjóri skömmu fyrir kosningar eftir að skoðanakannanir höfðu leitt í ljós að flokkurinn ætti undir högg að sækja í borginni. Árna Sigfússyni var þess í stað fengið embættið. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi sjálfstæðismannsins, segir sögur sem þessar heldur ótrúverðugar og lykta af taugaveiklun. Stefanía segir formannaskipti skömmu fyrir kosningar hafi ekki tekist vel árið 1994 þegar 75 dagar voru til kosningar en nú eru 23 dagar til kosninga. „Formannaskiptin gáfust ekki vel og því Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þá meirihlutanum til Reykjavíkurlistans og hefur aldrei endurheimt fylgi sitt síðan. Þannig ef menn ætla líta til þeirrar reynslu ættu þeir að meta það sem svo að það væri víti til að varast." Stefanía segir fylgiskannanir eðlilega hafa hrist upp í röðum sjálfstæðismanna. „Þegar illa gengur fer fólk að endurmeta stöðuna og hvort rétt sé að skipta um þjálfara eða forystu. En nú er mjög stutt til kosninga og mér finnst það ekki koma til greina að fara skipta út formanni. Hins vegar er Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður flokksins og mér finnst mjög eðillegt að henni sé teflt meira fram enda nýtur hún trausts langt út fyrir raðir flokksins."
Kosningar 2013 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira