Hollendingurinn Robin van Persie skoraði líklega flottasta mark vetrarins í kvöld fyrir Man. Utd. gegn Aston Villa.
Van Persie gerði gott betur og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og gulltryggði Englandsmeistaratitilinn fyrir Man. Utd. Mark númer tvö hjá Van Persie verður lengi í minnum haft.
Titill númer 20 kominn í hús hjá Man. Utd og vel við hæfi að maður númer 20 kláraði leikinn.
Hægt er að sjá mörk Van Persie hér að ofan.
