Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.
Atvikið fór framhjá Kevin Friend, dómara leiksins, en Liverpool var 2-1 undir á 65. mínútu þegar það gerðist. Suarez var því enn inni á vellinum og réttur maður á réttum stað á 97. mínútu þegar Liverpool jafnaði metin.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
