Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Ingveldur Geirsdóttir skrifar 5. maí 2013 20:02 Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira