Phil Jackson: Jordan var miklu meiri leiðtogi en Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2013 23:30 Michael Jordan og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum