Helgarmaturinn - Fiskréttur sem kemur á óvart 17. maí 2013 09:45 Eva Lind Jónsdóttir Eva Lind Jónsdóttir reyndi þennan ljúffenga fiskrétt á dögunum en hún rak augun í uppskriftina hjá LKL-klúbbnum á netinu. Hún segir að þrátt fyrir að rétturinn sé einfaldur og fljótlegur í framkvæmd komi hann mjög skemmtilega á óvart. Þorskur með möndlusmjöri 800 g þorskur eða annar hvítur fiskur 200 g möndluflögur 3 dl möndlumjöl 100 g smjör Sítrónu-/limesafi Salt og pipar Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölinu rólega saman við svo úr verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu það til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á 180°C. Berðu fram með fersku salati að eigin vali. Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið
Eva Lind Jónsdóttir reyndi þennan ljúffenga fiskrétt á dögunum en hún rak augun í uppskriftina hjá LKL-klúbbnum á netinu. Hún segir að þrátt fyrir að rétturinn sé einfaldur og fljótlegur í framkvæmd komi hann mjög skemmtilega á óvart. Þorskur með möndlusmjöri 800 g þorskur eða annar hvítur fiskur 200 g möndluflögur 3 dl möndlumjöl 100 g smjör Sítrónu-/limesafi Salt og pipar Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölinu rólega saman við svo úr verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu það til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á 180°C. Berðu fram með fersku salati að eigin vali.
Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið