Curry meiddur en spilaði í sigri Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2013 06:54 Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira