Handbolti

Stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öllum þremur leikjum sínum á Nettbuss Open mótinu í Gautaborg en íslensku stelpurnar töpuðu með einu marki á móti Serbíu í lokaleik sínum í dag, 21-22. Þetta voru síðustu æfingaleikir íslenska liðsins fyrir umspilsleikina á móti Tékkum.

Íslensku stelpurnar rifu sig þó upp eftir þrettán marka stórtap á móti Noregi í gær og spiluðu allt annan og mikið betri leik í lokaleiknum. Serbar voru þá skrefinu á undan og meðal annars 11-10 yfir í hálfleik.

Stjörnustelpurnar Hanna Guðrún Stefansdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með fimm mörk hvor en markvörðurinn Florentina Stanciu var valin besti leikmaður liðsins af mótshöldurum.

Serbar spiluðu heldur betur eintóma spennuleiki á þessi mótinu því allir leikir liðsins unnust með einu marki. Serbar byrjuðu á því að tapa 24-25 fyrir Noregi en unnu síðan eins marks sigra á Svíum (28-27) og Íslendingum (22-21).

Íslenska liðið mætir Tékklandi í fyrri umspilsleiknum í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda um næstu helgi en seinni leikurinn er síðan í Tékklandi viku síðar.



Leikir íslenska liðsins á Nettbuss Open mótinu:

Serbía - Ísland  22-21  (11-10 )

Mörk Íslands: Hanna Guðrún Stefansdóttir 5, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir  4, Karen Knútsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Ramune Pekaskyte 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.

Besti leikmaður íslenska liðsins: Florentina Stanciu

Noregur - Ísland 33-20 (18-10 )

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 5, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Hanna Guðrún Stefansdóttir 2, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Karólína Lárudóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Ramune Pekaskyte 1.

Besti leikmaður íslenska liðsins: Karen Knútsdóttir.

Svíþjóð - Ísland 30-25  (17-13)

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 9 (3), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Karen Knútsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1, Ramune Pekaskyte 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.

Besti leikmaður íslenska liðsins: Stella Sigurðardóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×