Fótbolti

Leiknir á toppinn eftir sigur á Þrótti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leiknismenn byrja tímabilið vel.
Leiknismenn byrja tímabilið vel.

Leiknir vann í kvöld fínan sigur á Þrótti í 1. deild karla í knattspyrnu og fóru í leiðinni á toppinn í deildinni. Leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli, heimavelli Þróttara.

Þróttarar misstu mann af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiksins þegar Guðjón Gunnarsson var rekinn af velli. Heimamenn voru því einu leikmanni færri út leiktímann sem reyndist erfitt.

Hilmar Árni Halldórsson skoraði eina mark leiksins þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Leiknir er því í efsta sæti deildarinnar með ellefu stig, tveimur stigum á undan næstu liðum. Þróttarar eru aftur á móti í næst neðsta sæti með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×